fbpx

Skrifað var undir samning um rekstur meðferðar- og skólaúrræðisins Gaulverjaskóla fimmtudaginn 18. janúar 2007 kl. 12 í Félagslundi í Flóahreppi. Samningurinn tryggir rekstur úrræðisins í þrjú ár, eða til ársloka 2008.

Þeir sem skrifuðu undir samninginn voru:

Þorvarður Hjaltason, f.h. Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga,
Kristín Hreinsdóttir, f.h. Skólaskrifstofu Suðurlands,
Kári Stefánsson, f.h. Velferðarsjóðs íslenskra barna og
Guðni Olgeirsson, f.h. Menntamálaráðuneytisins.

Einnig voru viðstaddir undirritunina 1. þingmaður sunnlendinga Margrét Frímannsdóttir, fjármálaráðherra Árni Matthiesen, landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs íslenskra barna Ingibjörg Pálmadóttir og fleiri góðir gestir.

Eftir undirritunina og blaðamannafund var gengið yfir í Gaulverjaskóla þar sem aðstaðan var skoðuð og verkefnið kynnt betur.