fbpx

Frá árinu 2011 hefur verið veittur skattfrádráttur til fyrirtækja vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattafrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

Skilyrði þess að verkefni teljist rannsóknar- eða þróunarverkefni er:

  1. að hugmynd að virðisaukandi vöru/þjónustu og viðskiptaáætlun sé vel skilgreind, og
  2. að sýnt sé fram á með gögnum að varið verði a.m.k. 1 millj.kr. til rannsókna og þróunar á 12 mánaða tímabili, og
  3. að starfsmenn hafi þjálfun, menntun eða reynslu á því sviði sem hugmynd að virðisaukandi vöru eða þjónustu byggist á.

Á tímabilinu 2011-2018 hafa borist alls 2.491 umsóknir um skattfrádrátt og 2.215 af þeim hafa verið staðfestar (89%). Af þeim umsóknum sem hafa borist á tímabilinu eru einungis 10 af Suðurlandi og 9 þeirra voru samþykktar. Hlutfall Suðurlands í verkefninu er því ótrúlega lágt eða 0,4% af umsóknum í heild og 3,4% af umsóknum af landsbyggðinni.

 

 

Næsti umsóknarfrestur er 1. október  næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rannís og í kynningarglærum. Við hvetjum sunnlensk fyrirtæki til að kanna hvort þeirra rannsókna- og þróunarverkefni geti sótt um skattafrádrátt.