fbpx

Fimmti og síðasti viðburðurinn í menningarmánuðnum október hjá Sveitarfélaginu Árborg verður haldinn föstudagskvöldið 31. október í Hvíta húsinu á Selfossi kl. 20:30. Þar verður fjallað um sögu Bifreiðarstöðvar Selfoss, Fossnestis og Inghóls. Saga í máli og myndum af öllum stöðunum og Ólafur Þórarinsson (Labbi í Mánum) spilar. Kynnir verður Jón Bjarnason. Frítt inn.

Labbi