fbpx

Menningarmánuðurinn október er gengin í garð og næsti viðburður fer fram fimmtudaginn 16. október kl.20:30 á Hótel Selfoss. Þá verður minnst sögu Selfossbíós með fjölbreyttum hætti. Farið verður í gegnum söguna í máli og myndum en Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið mikið myndefni um sögu Selfossbíós fyrir kvöldið. Tónlistin verður líka í brennidepli en Ragnar Bjarnason eða Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson mæta og skemmta gestum ásamt Stefáni Jónssyni í Lúdó. Það má því búast við góðri stemmningu í húsinu en Ragnar og Stefán spiluðu báðir mikið í Selfossbíó á sínum tíma. Kynnir kvöldsins er Björn Gíslason en húsið opnar kl. 20:00.

Menningarmánuðurinn-október-2014-Dagskrá