fbpx

Háskólafélag Suðurland vann nýverið fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga skýrslu um samstarf og sameiningu safna á Suðurlandi.

Við öflun gagna við vinnu á þessari samantekt voru lagðar fyrir tvær kannanir. Fyrri könnunin var send á forsvarsfólk viðurkenndra safna á Suðurlandi sem eru sex talsins. Um var að ræða opnar spurningar fyrir utan bakgrunnsspurningar. Seinni könnun var send á forsvarsfólk annarra safna, setra, sýninga og safnavísa á Suðurlandi, alls svöruðu aðilar fyrir 19 söfn, setur sýningar og safnavísa.

Við samantektina var einnig stuðst við netið við öflun gagna.

Helstu niðurstöður skýrslunnar voru:

  • Á Suðurlandi eru sex viðurkennd söfn og eru þau með mjög ólíka sérstöðu fyrir utan byggðasöfnin tvö í Árnessýslu og í Skógum. Eignarhald þeirra er að mestu eins, en það eru sveitarfélögin eða héraðsnefndirnar á Suðurlandi sem eiga söfnin fyrir utan Veiðisafnið.
  • Mikið samstarf er hjá viðurkenndu söfnunum á Suðurlandi m.a. við höfuðsöfnin og önnur minni söfn og sýningar, en ekki mikið samstarf þeirra á milli. Þau eru helst í samstarfi við önnur söfn eins og höfuðsöfnin eða önnur minni söfn og sýningar sem eru með svipaða starfsemi og sérþekkingu og þau sjálf. Sum þeirra hafa verið í samstarfi við bókasöfn eða héraðsskjalasöfn á sínu starfssvæði.
  • Öll viðurkenndu söfnin hafa áhuga á auknu samstarfi innan landshlutans og telja að tækifæri liggi í samstarfi um markaðs- og kynningarstarf, og aðgang að tæknilausnum og stafrænum lausnum. Einni var nefnt að samstarf um gerð fræsluefnis, samsýningar og farandsýningar væri spennandi. Þá var vilji til aukins samráðs um vinnuferla og verkefni sem gætu falið í ser t.d. starfsmannaskipti og jafnvel sameiginlegan starfsmann sem sinni forvörslu á Suðurlandi.
  • Ekki er mikill áhugi á sameiningu meðal forstöðufólks viðurkenndu safnanna og nefna þau meðal annars miklar fjarlægðir sem hindrun þar sem landshlutinn Suðurland er víðáttumikill og fjarlægðir miklar. Suðurland nær yfir 30.966 km2 af Íslandi, allt frá Herdísarvík í vestri að Lónsheiði í austri (450 km. á milli) ásamt Vestmannaeyjum. Þessi víðátta gerir það að verkum að sameining viðurkenndra safna í landshlutanum er ekki fýsilegur kostur að mati forstöðufólks safnanna.
  • Fram kom að samlegðaráhrif gætu helst verið á meðal héraðsskjalasafnanna á Suðurlandi en hlutverk þeirra er að efla þekkingu á þjóðarsögunni og stuðla að rannsóknum á henni. Á Suðurlandi eru fjögur héraðskjalasöfn.
  • Mikil sérþekking er innan viðurkenndu safnanna á Suðurlandi sem nýtist ekki vel við sameiningu að mati forstöðufólksins. Sérþekkingingin gæti mögulega nýst í sameiningu við sambærileg söfn í öðrum landshlutum en ekki innan Suðurlands.
  • Á Suðurlandi er mikil flóra safna, setra, sýninga og safnavísa. Það liggja tækifæri til samstarfs þeirra á milli og einnig við viðurkenndu söfnin í landshlutanum. Samkvæmt niðurstöðu könnunar meðal rekstaraðila þeirra er þó nokkur áhugi á samstarfi og því vert að kanna það betur.
    • Að mati svarenda þá telja flestir að tímaleysi, vegalengdir, fjármagnsskortur og mannekla letji til samstarfs.Pólítískan vilja þurfi, samhliða fjármagni til að ná fram auknu samstarfi.

 

Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.