Yfir  80 aðilar taka þátt í að bjóða upp á viðburði um allt Suðurland fyrstu  helgina í nóvember þegar haldin verður Safnahelgi á Suðurlandi. Það eru  Samtök safna á Suðurlandi og Matarklasi Suðurlands sem standa fyrir  hátíðinni með veglegum stuðningi Menningarráðs Suðurlands.
Opnunarhátíðin  verður í Listasafni Árnesinga í Hveragerði fimmtudaginn 4.nóvember og í  kjölfarið er hægt að fara um allt svæðið þar sem dyr safna, setra,  veitingastaða og sýninga standa gestum opnar alla helgina.
Ekki missa af sýningum, tónleikum, bændamörkuðum og handverksmörkuðum, leiksýningum, söguferðum, fræðsluerindum og upplestrum um allt suðurland auk gómsætra máltíða þar sem hráefni úr heimabyggð fær að njóta sín.
VELKOMIN Á SAFNAHELGI Á SUÐURLANDI
Nánari upplýsingar á www.sunnanmenning.is
																														


