fbpx

Fida Abu Libdeh er ein af mentorum í AWE hraðlinum, forstjóri og annar stofnandi GeoSilica Iceland.

Háskóli Íslands og Bandaríska sendiráðið á Íslandi leita nú að þátttakendum fyrir  nýsköpunarhraðalinn Academy for Women Entrepreneurs (AWE) sem er sérstaklega ætlaður konum og hefst nú 3. febrúar og lýkur með útskrift þann 6. maí.  Bæði einstaklingar og lið geta tekið þátt í hraðlinum og frestur til að skila inn umsókn um þátttöku rennur út 17. janúar. Nýsköpunarhraðallinn er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru verðlaun veitt í lok hraðalsins.

Þetta er í annað sinn sem hraðalinn er haldinn en markmið hans er að styðja konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar og fyrirtæki og auka hlut þeirra innan frumkvöðla- og nýsköpunargeirans. Jafnframt er tilgangur hraðalsins að bjóða upp á fræðslu og efla tengslanet kvenna.

Nýsköpunarhraðallinn samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Management við Ríkisháskólann í Arizona og þrettán vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. Þar njóta þátttakendur m.a. leiðsagnar reyndra kvenna í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi við uppbyggingu fyrirtækja, mynda ný tengsl og efla starfsþróun og starfshæfni. Lögð er rík áhersla á að konur alls staðar af landinu og með fjölbreyttan bakgrunn og uppruna taki þátt. Fyrirkomulag hraðalsins er því með þeim hætti að flestar vinnulotur eru í streymi.

Verðlaun eru veitt fyrir bestu viðskiptahugmyndina bæði í einstaklings- og teymisflokk:

  1. sæti – 500.000 kr.
  2. sæti – 300.000 kr.
  3. sæti – 200.000 kr.

Einnit verða veitt verðlaun fyrir „pitch“ keppni að upphæð 200.000 kr.

Hægt er að skrá sig til þátttöku á vef AWE. Þar eru einnig frekari upplýsingar um fyrirkomulag hraðalsins.