fbpx

Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla. Verkefnið, rafbílar – átak í innviðum, er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Sóknaráætlunin var samþykkt af ríkisstjórninni í nóvember 2015 og sett var fram í tengslum við 21. fund aðildarríkja loftslagssamningsins í París (COP21). Verkefnið er eitt af átta verkefnum í sóknaráætluninni sem miða að samdrætti í nettólosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.

Umsóknarfrestur er til 1. október 2016. Nánari upplýsingar má sjá hér