fbpx

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) boða til kynningarfundar með fulltrúum RANNÍS miðvikudaginn 10. janúar nk. kl. 12.00 – 13.30. Fundurinn mun verða haldinn í húsakynnum SASS að Austurvegi 56 á Selfossi.

Dagskrá
– Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna styrkjaflokka sjóðsins (um 40 mín)
– Fulltrúar Tækniþróunarsjóðs kynna möguleika á skattfrádrætti til rannsókna- og þróunarverkefna (um 20 mín)

Gert er ráð fyrir að áheyrendur geti spurt spurninga meðan á kynningunni stendur og eftir hvora kynningu.

Fundarstjóri er Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri þróunarsviðs SASS

Boðið verður upp á súpu á fundinum.

Næsti umsóknarfrestur í fyrirtækjastyrki Tækniþróunarsjóðs Rannís er til 15. febrúar kl. 16.00.

========

 

Um Tækniþróunarsjóð
Hvert er markmiðið?
Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun, nr. 75/2007.

Hlutverk sjóðsins er að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi.

Hvað er styrkt?
Sjóðnum er heimilt að fjármagna nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Mikilvægt er að auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi. Stjórn Tækniþróunarsjóðs telur sjóðinn mæta þessum sjónarmiðum með því að skilgreina nýjar áherslur í samræmi við hlutverk sjóðsins.

Skilyrði úthlutunar
Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður. Umsóknir eru metnar af fagráði sem leggur til ráðgefandi álit um styrkveitingu til stjórnar sjóðsins. Stjórn Tækniþróunarsjóðs tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.

Nánari upplýsingar um sjóðinn er að finna á heimsíðu RANNÍS en slóðin er: https://www.rannis.is/sjodir/rannsoknir/taeknithrounarsjodur/um/