fbpx

Miðvikudaginn 21. júní klukkan 18.00 verður haldinn opinn íbúafundur á Hótel Selfoss með Lilju D. Alfreðsdóttur Menningar- og viðskiptaráðherra þar sem að rætt verður um framtíðaráform menningarsalar Suðurlands á Selfossi. 

Lilja D. Alfreðsdóttir mun flytja ávarp og einnig munu fulltrúar tónlistar og sviðslista flytja stutt erindi. Í lok fundar verður opið fyrir almennar umræður. 

Menningarsalurinn á Hótel Selfoss verður opinn frá kl. 17:00 – 17:45 þann sama dag.