fbpx

Markmið

 • Að innleiða þekkingu á stafrænni framleiðslutækni í grunnskóla á Suðurlandi m
 • Að efla og auka þekkingu og áhuga á verk- og tækninámi. 
 • Að nemendur fái að kynnast Fab Lab smiðjum og læra á forrit, tæki og tól sem notuð eru til nýsköpunar. 
 • Að auka færni kennara með markvissi þjálfun og aðgengilegu námskefni. 
 • Að kennarar geti á auðveldari hátt fylgt eftir markmiðum tengt sköpun og öðrum þáttum í nýrri aðalnámskrá.
 • Að auka samvinnu á milli stofnanna á svæðinu

Verkefnislýsing

Markmið verkefnisins er innleiða þekkingu á stafrænni framleiðslutækni og gefa nemendum í grunnskólum Suðurlands tækifæri og færni til þess að virkja sköpunarhæfni sína. Þannig má efla og auka þekkingu og áhuga nemenda á sköpun, verk- og tækninámi. Í verkefninu kynnast kennarar og nemendur hugmyndafræði Fab Lab, fara í Fab Lab smiðjur, læra á hugbúnað, tæki og tól sem notuð eru til nýsköpunar. Með þjálfun kennara og samvinnu milli skóla og stofnana á svæðinu nást markmið aðalnámskrár grunnskóla um markmið tengd nýsköpun. Ávinningur verkefnisins felst í aukinni tæknifærni skólanna, kennara nemenda, nýsköpunarhugsun og þátttöku skóla af svæðinu í viðburðum tengdum nýsköpun.

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnatillagan tengist mörgum þáttum þeirrar framtíðarsýnar sem gerð er grein fyrir í stefnumörkun Suðurlands 2016-2020. Helst má þó tiltaka að verkefnatillagan hefur áhrif til að byggja upp hvetjandi umhverfi til nýsköpunar, menntunar og þróunar.

Víða má einnig finna samsvörun þessarar tillögu við einstök markmið stefnumörkunar Suðurlands 2016 -2020. Verkefnið miðar þannig að því að tryggja jafnt aðgengi að menntun um allan landshlutann, eykur þekkingu og notkun á upplýsingatækni til náms og kennslu og eykur samvinnu menntastofnana á svæðinu og utan þess. Auk þessa hefur þetta áhrif til að auka áherslur á nýsköpun, skapandi og verklegar greinar á öllum skólastigum á Suðurlandi og stuðlar að símenntun í kennara á svæðinu.  Verkefnið hefur einnig áhrif til að bæta samkeppnishæfni svæðisins.

Lokaafurð

 • Kennarar þjálfaðir í kennslu um Fab Lab og í Fab Lab smiðjum
 • Aukin nýsköpunarhugsun nemenda 
 • Námsefni til kennslu 
 • Þátttaka skóla á Suðurlandi í Nýsköpunarkeppni Grunnskólanna 
 • Viðburðir: Starfamessa á Suðurlandi og sýningar í skólum í nærumhverfi á verkefnum.

Verkefnastjóri
Frosti Gíslason           
Verkefnastjórn
Hrafn Sævaldsson, Ingunn Jónsdóttir, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, Frosti Gíslason, Vilhjálmur Magnússon og Þórður F. Sigurðsson
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
NMÍ og Vöruhúsið á Höfn
Heildarkostnaður
8.395.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
5.000.000 kr.
Ár
2016
Tímarammi
Verður unnið á árunum 2016-2018