fbpx

Nú hafa nýkjörnar sveitarstjórnir á Suðurlandi formlega tekið við völdum. Miklar breytingar hafa orðið, sveitarstjórnum hefur fækkað úr 16 í 14 með tilkomu hins nýja Flóahrepps og sveitarstjórnarmönnum hefur fækkað um 10 og eru þeir nú 88 talsins.

Verulegar mannabreytingar urðu í sveitarstjórnunum, af 88 sveitarstjórnarmönnum eru 59 nýir eða um 67%. Konur í röðum sunnlenskra sveitarstjórnarmanna eru nú 30 talsins eða um 34%.

Upplýsingar um nýja sveitarstjórnarmenn er að finna hér neðar á síðunni í sveitarfélagadálknum.