fbpx

Markmið

Að jákvætt viðhorf íbúa til menningar á svæðinu aukist. Markmið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undanfarin ár sem vert er að fagna og verðlauna gott starf.
Áhersla er lögð á að tilnefnd verkefni hafi eitthvað af eftirfarandi þáttum:

  • Hefur tilnefndi gefið jákvæða mynd af Suðurlandi og/eða ákveðnu svæði á Suðurlandi?
  • Hefur tilnefndi stuðlað að þátttöku íbúa og/eða gesta á menningarviðburðum á Suðurlandi?
  • Hefur tilnefndi vakið sérstaka athygli á menningararfi Sunnlendinga?
  • Hefur tilnefndi aukið samstöðu og virkni í tengslum við menningu meðal íbúa?
  • Hefur tilnefndi skapað nýtt menningartengt verkefni sem vakið hefur eftirtekt?
  • Hefur tilnefndi stuðlað að aukinni menningu með einhverjum hætti hjá börnum og ungmennum?

Veitt verða peningaverðlaun sem skulu vera nýtt í áframhaldandi menningarstarf. Einnig er veitt viðurkenningarskjal og blóm. Síðustu verðlaun voru veitt á ársþingi SASS en samtals 19 verkefni voru tilnefnd.

Verkefnislýsing

Verkefnið – Verðlaunin verði kynnt vel á öllu Suðurlandi með auglýsingum og beinum kynningum.
Undirbúningur verður í höndum ráðgjafa SASS. Hann sér um allan undirbúning og framkvæmd verkefnisins.
Valnefnd fer yfir öll tilnefnd verkefni og velur verðlaunahafa menningarverðlauna Suðurlands 2020.
Verðlaunin má veita einstaklingi, fyrirtæki, stofnun, söfnum, sýningum, hópi og/eða verkefni. Verðlaunin er hugsuð sem hvatning á sviði menningar en menning er víða hornsteinn hvers samfélags og skiptir íbúa og gesti á Suðurlandi miklu máli.

Tengsl við Sóknaráætlun 2020-24

Markmið sóknaráætlunar 2020-2024

  • Að jákvætt viðhorf íbúa til menningar á svæðinu aukist um 5% fyrir árið 2025
  • Að hamingja Sunnlendinga aukist um 5% fyrir árið 2025.
  • Að auka fjármagn til menningarmála um 10% fyrir árið 2025

Ávinningur er m.a. að kynna menningu á Suðurlandi. Styðja við menningu og skapa jákvæða umfjöllun.

Tengsl við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Tengsl við heimsmarkmið nr. 4 og 9.

Árangursmælikvarðar

  1. Að jákvætt viðhorf íbúa til menningar á svæðinu aukist um 5% fyrir árið 2025
  2. Að auka fjármagn til menningarmála um 10% fyrir árið 2025.
  3. Gerð verði könnun sem mælir árangur verkefnisins með íbúakönnunn SASS.

Lokaafurð

Tilnefndur verðlaunahafi fyrir menningarverðlaun Suðurlands 2020 verði kynntur vel og efli þannig menningu á svæðinu og hvetji aðra í menningu til dáða.


Verkefnastjóri
Anna Margrét Ólafsdóttir Briem
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Samstarfsstofnanir SASS
Heildarkostnaður
500.000 kr. 
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
500.000 kr. 
Ár
2020
Upphaf og lok verkefnis
Verkefnið er unnið á árinu 2020, stefnt á að verðlaunin verði afhent haustið 2020.
Staða
Í vinnslu
Númer
203006


Staða verkefnis

Árið 2020 bárust 15 tilnefningar um 12 verkefni eða einstaklinga af öllu Suðurlandi. Verið er að vinna í þeim tilnefningum sem bárust vegna 2020 og verða verðlaunin afhent á ársþingi SASS í lok október 2020.