fbpx

Stefnumótunarfundur um málefni fatlaðs fólks á Suðurlandi  var haldinn í sal Karlakórs Selfoss sl. föstudag 17. febrúar. Fundinn sóttu um 50 manns, aðstandendur, fulltrúar hagsmunasamtaka, sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga.
Á málþinginu  voru haldin tvö inngangserindi. Hanna Björg Sigurjónsdóttir dósent í fötlunarfræðum kynnti  hugmyndafræði og samning  Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og María Kristjánsdóttir formaður þjónusturáðs fór  yfir stöðu málaflokksins á Suðurlandi.  Málþingsgestum var  síðan skipt niður í hópa þar sem fjallað var um   fjögur umræðuefni: búsetuþjónustu, atvinnumál, þjónustu við fjölskyldur og félagsþjónustu.   Á næstu vikum verður unnið úr niðurstöðum starfshópanna og þær kynntar og nýttar við framtíðarstefnumótun málaflokksins. Fyrirlestur Hönnu Bjargar um mannréttindi fötlun og félagslega þjónustu á Suðurlandi má sjá hér.  Erindi Maríu um stöðu málefna fatlaðs fólks á Suðurlandi má sjá hér.