fbpx

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir Lóu nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina, en opnað hefur verið fyrir umsóknir.

Hlutverk styrkjanna er að:

  • Auka nýsköpun á landsbyggðinni
  • Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni
  • Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðlastarf á forsendum svæðanna

Áður en umsókn er send inn er mikilvægt að kynna sér efni handbókar sem finna má á upplýsingasíðu Lóu nýsköpunarstyrkja

Opið er fyrir umsóknir til og með 11. maí nk.