fbpx

 

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir í Lóuna, nýsköpunarstyrki fyrir landsbyggðina. 

Hlutverk styrkjanna er að auka nýsköpun á landsbyggðinni og styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni. Stuðla að uppbyggingu vistkerfis fyrir nýsköpunarstarfsemi og frumkvöðla starf á forsendum svæðanna.

Umsóknarfrestur er til 27. mars 2023. Allar nánari upplýsingar um Lóuna og umsóknarform má nálgast hér.