fbpx

Á vef Hagstofu Íslands má sjá samantekt á kjötframleiðslu og neyslu á kjöti á árinu 2015.  Þar kemur fram að framleidd voru 29.870 tonn af kjöti árið 2015 sem er 1,8% meira en árið 2014. Tæp 10.200 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti, rúm 8.300 tonn af alifuglakjöti, 6.800 tonn af svínakjöti, 3.600 tonn af nautgripakjöti og tæp 950 tonn af hrossakjöti.

    Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt
Kjötneysla á íbúa   2014 20,1 13,8 1,7 19,1 27,0
  2015 19,5 14,1 1,6 21,0 27,6
Framleiðsla, tonn   2014 10.100 3.495 1.200 6.472 8.046
  2015 10.185 3.605 946 6.806 8.328
Innflutningur, tonn   2014 1.037 555 925
  2015 1.045 598 920
Útflutningur, tonn   2014 3.440 0 631 712
  2015 2.947 21 422 483