fbpx

Málþing Innanlandsflug sem almenningssamgöngur verður haldið á Hótel Natura í Reykjavík 4. október 2017 kl. 13.00 – 15:30. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngumála setur þingið. Allir eru velkomnir.

Hér má finna dagskrá og upplýsingar um fyrirlesara málþingsins.

Streymi:
Vakin er athygli á að nánari upplýsingar um málþingið er að finna á hóp inn á Workplace by Facebook. Ef þú ert þegar notandi á Workplace þá kemstu inn á hópinn með þessa slóð: 
https://work.facebook.com/groups/Malthinguminnanlandsflug/

Ef þú ert ekki notandi nú þegar þá byrjar þú á að búa þer til aðgang með vinnunetfangi og lykilorði. Málþinginu verður streymt inn á þessum hóp svo hægt er að fylgjast með þrátt fyrir að vera ekki í salnum. Inni á þessum hóp verða jafnframt upplýsingar eftir að málþinginu lýkur. Þær upplýsingar sem meðal annars koma til með að vera inni á hópnum eru:

  • Spurningar fyrir pallborðsumræður – hver og einn getur sett inn eða valið þá spurningu sem spurð verður
  • Tengiliðaupplýsingar og kynningar fyrirlesara
  • Skýrsla frá skoskum stjórnvöldum um kerfið þeirra Air Discount Scheme (ADS) – skoska leiðin
  • Hugmyndir að því hvernig skoska leiðin gæti litið út á Íslandi
  • Hvað gerist eftir málþingið

 

Að málþinginu standa:

    • Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
    • Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
    • Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga
    • Austurbrú ses.
    • Byggðastofnun
    • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
    • Samtök sveitarfélaga á norðurlandi vestra
    • Samtök sunnlenskra sveitarfélaga

Fréttin er tekin á vef Byggðastofnunnar