fbpx

Eftir fjórar lestrarvikur eru úrslitin ljós í landsleiknum Allir lesa. Þátttakendur hafa samtals lesið í 54.800 klukkustundir, eða sem svarar rúmum sex árum. Tvö sigurlið koma frá Vestmannaeyjum og er meðalaldur annars liðsins 82 ár. Íbúar í sveitarfélaginu Ölfusi lásu mest allra sveitarfélaga. Eins og í fyrra hafnaði Hveragerði í öðru sæti en Vestmannaeyingar í því þriðja.