fbpx

Orka náttúrunnar, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi.

 

            

Tilgangur samkeppninnar er að fá fram hugmyndir um nýtingu varmaorku sem finnst víða á Suðurlandi og býður upp á fleiri tækifæri en nýtt eru í dag. Markmiðið er að nýta betur verðmætin sem eru í orkunni, auka fjölbreytni í atvinnulífi með umhverfismál að leiðarljósi og vinna að nýsköpun í orkutengdri starfsemi.

Um er að ræða almenna hugmyndasamkeppni og hún er öllum opin. Hugmyndir verða áfram eign þeirra sem skila inn tillögum. Ekki er gerð krafa um að hugmyndir verði framkvæmdar.

Heildarupphæð verðlauna er 3.000.000 kr. og verða fyrstu verðlaun að lágmarki 1.500.000 kr.
Tillögum skal skila með tölvupósti á netfangið samkeppni@sass.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. apríl 2018.