fbpx

Á fundi sem haldinn var 15. júní sl. með fulltrúum landshlutasamtakanna á Suðurlandi, Suðurnesjum og Vesturlandi, sveitarfélaganna Árborgar, Reykjanesbæjar, Hafnarfjarðar og Akraness og forsvarmanna kragasjúkranna á Selfossi, í Reykjanesbæ, Hafnarfirði og á og Akranesi, gerði Guðrún Bryndís Karlsdóttir verkfræðingur grein fyrir úttekt sinni á skýrslu um endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á Suðvesturhorninu sem unnin var að tilhlutan Heilbrigðisráðneytisins sl. vetur. Samkvæmt úttekt Guðrúnar Bryndísar virðist sem talsverðra þversagna hafi gætt í skýrslunni ásamt því að ekki var tekið tillit til ýmissa þátta sem skipta miklu máli í rekstri sjúkrahúsanna og ekki síður fyrir  íbúa sem að kragasjúkrahúsin þjóna.  Af þessu leiðir að spurningar vakna vegna niðurstöðu skýrslunnar sem ganga í stuttu máli út á að …

að færa verkefni frá Landspítalanum til kragasjúkrahúsanna. Mikilvægt er að þegar niðurskurður er framundan í rekstri heilbrigðisþjónustunnar verði engar ákvarðanir teknar um rekstur og starfsemi kragasjúkrahúsanna nema að vandlega yfirveguðu ráði þar sem tekið er fullt tillit til allra sjónarmiða.