fbpx

Fyrirlestur um matarhönnun verður haldinn í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri, sunnudaginn 6. mars og hefst kl. 13:00 Fyrirlesari er Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður hjá Matís, en hún hefur m.a. unnið í verkefninu „Stefnumótun hönnuða og bænda“, sem hún mun fjalla um. Einnig mun Brynhildur fjalla almennt um matarhönnun og hvernig hægt er að segja sögur og miðla menningu í gegnum matvæli og afurðir.

Nánari  upplýsingar og skráning er hjá Þorbjörgu Ásu Jónsdóttir visitklaustur@visitklaustur.is eða í síma 867 6942. Skráning er til og með 3. mars. Aðgangur ókeypis.