fbpx

Fundagerð

Fundur haldinn 7. apríl 2021 klukkan 16.00. Fundað í gegnum teams.

Mættir eru:
1. Kristrún Ósk Baldursdóttir Rangárþing eystra
2. Birna Sólveig Kristófersdóttir Vík,
3. Maríanna Katrín Bjarkardóttir Skaftárhreppi,
4. Daníel Hreggviðsson Vestmannaeyjar,
5. Sólmundur Sigurðarsson Bláskógabyggð,
6. Nói Mar Jónsson Hrunamannahreppi,
7. Haukur Davíðssom Hveragerði,
8. Haukur Castaldo Jóhannesson Ölfusi
9. Egill Hermannsson Árborg
10. Kristrún Urður Harðardóttir Grímsnes- og Grafningshreppi
11. Írisi Mist Björnsdóttir Höfn
12. Rebekka Rut Leifsdóttir Rangárþing ytra

Einnig eru mættir starfsmenn ráðsins, Gunnar E. Sigurbjörnsson og Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnastjóri ráðsins.

Dagskrá fundar:

1. Kynning frá Rannís
Gunnar E. Sigurbjörnsson fór stuttlega yfir kynningu frá Rannís sem haldin var 29. mars 2021 fyrir ráðið. Kynningin var rafræn. Á kynningunni kom fram að ákveðnar breytingar hafa orðið á styrkjum og ný tækifæri eru til staðar fyrir verkefni og þátttöku ungmenna.
Í kynningu Rannís var eftirfarandi kynnt:
• Þátttöka ungs fólks (Youth participation activities)
• Ungmennaskipti
• Samfélagsverkefni
• Barnamenningarsjóður

2. Ráðstefna ungmenna á Suðurlandi
Rætt var um næstu stóru ráðstefnu Ungmennaráðs Suðurlands og ungmennaráða á
Suðurlandi og mögulega styrkumsókn fyrir hana í ERASMUS+. Niðurstaða ráðsins er að setja saman fimm manna hóp (skipað af þeim Nói Mar, Agli, Birnu, Sólmundi og Hauki Castaldo) sem koma til að semja umsókn til Rannís um væntanlegan styrkt til ráðstefnunnar. Stefnt er á að nýta sumarið í að skipuleggja mögulega ráðstefnu ef niðurstaða varðandi styrk umsókn verður jákvæð.

3. Jafningjarfræðsla
Sólmundur Sigurðarson varaformaður ráðsins og starfsmaður jafningjafræðslunnar á
Suðurlandi kynnti hvernig staðan væri á jafningjarfræðslunni í landshlutanum. Covid faraldurinn er búinn að setja strik í reikninginn fyrir verkefnið en búið er að heimsækja um það bil helming allra 9. bekkja á Suðurlandi. Stefnt er á að klára vor 2021 ef Covid leyfir. Sólmundur tilkynnir að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) ætlar ekki að styrkja frekari jafningjarfræðslu en möguleiki er að halda uppteknum hætti í gegnum ungmennaráð Árborgar og verður það skoðað. Ráðið vill einnig skoða mögulegan samning við hvert sveitarfélag eða stuðning þeirra til að styrkja eða kaupa þjónustu af jafningjarfræðslunni. Fram kemur í könnun sem lögð var fyrir ungmenni á Suðurlandi, sem hafa fengið jafningjafræðslu, að mikil ánægja er með fræðsluna.

Ályktun
Ungmennaráð Suðurlands vill hvetja SASS til að endurskoða ákvörðun sína um að taka ekki þátt í verkefninu Jafningjafræðsla á Suðurlandi og/eða aðstoða við að verkefnið geti haldið áfram. Verkefnið er ein öflugast forvörn og fræðsla fyrir ungt fólk á Suðurlandi í dag.

4. Önnur mál
Tillaga er að fræðslu fyrir ungmennaráð og ungmenni á Suðurlandi.
Sú hugmynd kom upp um að kynna betur fyrir ungmennum hvað ungmennaráð er og hvert hlutverk Ungmennaráðs Suðurlands er. Taldi ráðið að ákveðin eftirspurn sé eftir fræðslu um starfsemi og þátttöku í ungmennaráðum. Markmið með aukinni fræðslu er að ýta undir frekari áhuga hjá ungmennum og kynna starfsemi og hlutverk ráðanna betur. Ráðið er sammála um að skoða betur útfrærslu á þessu og reyna koma því í verk haust 2021.

Skipan í ungmennaráð Suðurlands vegna Covid-19
Fjallað var um skipan í ráðið, en vegna Covid-19 og þessara fordæmalausra tíma þarf að kanna hver staða hvers og eins nefndarmanna er og hvernig ráðið verður skipað næsta haust.

Fundi slitið kl 17:20

Sækja fundargerð hér