fbpx

28. apríl 2020

 

Fundagerð 6 – Vinnufundur

Fundarstaður er félagsheimilið Hvoll á Hvolsvelli 28.-29. apríl 2020 klukkan 16:00

Mættir eru:

 1. Kristrún Ósk Baldursdóttir Rangárþing eystra
 2. Birna Sólveig Kristófersdóttir Vík,
 3. Maríanna Katrín Bjarkardóttir Skaftárhreppi,
 4. Daníel Hreggviðsson Vestmannaeyjar,
 5. Sólmundur Sigurðarsson Bláskógabyggð,
 6. Nói Mar Jónsson Hrunamannahreppi,
 7. Haukur Davíðssom Hveragerði,
 8. Haukur Castaldo Jóhannesson Ölfusi
 9. Egill Hermannsson Árborg
 10. Kristrún Urður Harðardóttir Grímsnes- og Grafningshreppi
 11. Ástráður Unnar Sigurðsson Skeiða- og Gnúpverjahreppi
 12. Hólmar Höskuldsson Flóahreppi

 

Eftirfarandi fulltrúar boðuðu forföll:

Írisi Mist Björnsdóttir Höfn, Halla Erlingsdóttir Ásahreppi,  Rebekka Rut Leifsdóttir Rangárþing ytra

 

Einnig eru mættir starfsmenn ráðsins, Gerður Dýrfjörð, Gunnar E. Sigurbjörnsson og Guðlaug Ósk Svansdóttir verkefnastjóri ráðsins.

 

Dagskrá

Nói Mar formaður ráðsins fór yfir verkefni ráðsins frá síðasta fundi og stöðu verkefna sem framundan eru.

 • Gunnar E. Sigurbjörnsson sagði frá stöðu verkefnisins um kynningu á Handbók ungmennaráðsins fyrir sveitarfélögin á Suðurlandi. Nokkur sveitarfélög eiga eftir að fá kynningu – ákveðið að stefna á að klára þær fyrir sumarfrí.
 • Gunnar ræddi aðeins um áhersluverkefni Sóknaráætlun Suðurlands um Jafningafræðslu á Suðurlandi. Umræðum frestað til morgundagsins.
 • Nói Mar fer yfir punkta frá síðasta fundi varðandi ráðstefnuna sem stefnt er að halda haust 2020. Nói leggur til að ráðið skipti sér upp í hópa til að fjalla um helstu áherslur fyrir ráðstefnuna. Hver hópur fer yfir sínar áherslur, þær eru:

Hópur 1: Sköpunargleði, laða að ungt fólk aftur heim á Suðurland – Nýsköpun/atvinna sem yfirheiti

Hópur 2: Atvinna og nýsköpun ungmenna, skapandi greinar, fá meiri aðgang að frístundastarfi, fjármælalæsi, efla félagsmál og félagsstarf ungmenna, efla þau með ýmsum hætti

Hópur 3: Samfélagsflokkurinn er stór og nær yfir þau málefni sem þau vilja taka fyrir, atvinnumál, húsnæðismál, laða að nýja íbúa inn á landshlutann bæði ísl og erlenda, gera nýbúum auðveldara að aðlagast samfélögum á Suðurlandi,

Hópur 4: Aðlaðandi Suðurland fyrir ungt fólk, hvernig getum við fengið ungt fólk aftur heim, atvinna og nýsköpun hvernig er hægt að gera Suðurland samkeppnishæft við aðra landshluti, m.a. til að fá ungt fólk aftur heim. Traustari innviði, betri heilsugæslu, menntun, atvinnu- og íbúðarhúsnæði þarf að vera og það þarf að bæta og efla.

Ráðið sammála að allir hópar vilja leggja áherslu á ungt fólk á Suðurlandi og hvernig hægt sé að bæta lífskjör og aðbúnað þeirra þannig að þau vilji búa, vinna, starfa og mennta sig á Suðurlandi. Einnig leggur ráðið áherslu á að ráðstefnan verði með mælanleg markmið.

Ráðið skipti sér aftur upp í hópa til að vinna með yfirheiti ráðstefnunnar, tillögur eru eftirfarandi:

Hópur 1: Aðlaðandi Suðurland

Hópur 2: Suðurland til frambúðar

Hópur 3: Tók undir aðrar tillögur

Hópur 4: Heimabyggð á Suðurlandi

 

Ráðið sammála um að Suðurland til frambúðar sé það yfirheiti sem þau vilja vinna með, einnig lagt til að finna gott og grípandi undirheiti fyrir ráðstefnuna sem lýsir en betur málefnum ráðstefnunnar.

Tillögur að dagsetningum fyrir ráðstefnuna eru eftirfarandi:

24.-25. september og til vara er 1.-2. október

Tillögur að staðsetningu fyrir ráðstefnuna eru eftirfarandi:

 • Gert er ráð fyrir gisting fyrir um 90-100 manns
  • Starcta / Hella
  • Icelandair / Flúðir
  • Hótel Vík /annað Vík
  • Landhótel / laugaland
  • Hótel Hvolsvöllur / Hvolsvöllur
  • Hótel Hekla /

Matur fyrir ráðstefnuna sem þarf að fá tilboð í líka er eftirfarandi:

 • Gert er ráð fyrir gisting fyrir um 90-100 manns

Fimmtudagur eitthvað létt
Kvöldmatur Fimmtudagur
Hádegismatur föstudagur
Morgunmatur föstudagur

Eftirraldir aðilar í ráðinu er falið að leita tilboða í gistingu og mat, þau útbúi texta saman sem þau senda á þessa staði og skrifi undir f.h. ungmennaráð Suðurlands:

Nói, Sólmundur Kristrún og Birna

Áhersluverkefni SASS Forvarnir á Suðurlandi/ Jafningjafræðsla

Staðan og næstu skref. Gunnar E. fer yfir verkefnið sem er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands. Ráðið fjallar um fyrirhugað verkefni og fyrirkomulag þess. Auglýsa þarf eftir fræðurum fyrir 20. Mars. Um er að ræða sumarstörf og starf næsta vetur. SASS mun auglýsa störfin. Verkefnastjóri verður Gunnar/ Árborg. Samning þarf að undirrita á milli SASS og Gunnars/Árborgar. Verkefnið hefur 4 – 6 mkr. Gert er ráð fyrir samtals 4 fræðurum sem koma til með að fara á 3 vikna námskeið í rvk og byrja á að fræða sumar 2020 og taka svo í framhaldi einn árgang næsta vetur í öllum skólum á Suðurlandi.

 

ERASMUS+ umsókn

Ekki er búið að opna fyrir umsóknir. Ráðið ákvað að vinna í texta fyrir umsóknina þannig að hann verði tilbúinn þegar opnað verði fyrir umsóknina. Ráðið skipti sér í 3 vinnuhópa til að vinna texta.  SASS sótti um aðgang og verður umsækjandi – umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Fjallað var um mögulega framsögumenn og aðila til að hrista saman ráðstefnugesti.

Fjallað um hverjum verður boðið og gerð boðsbréfs sem þarf að senda út fyrir sumarfrí.

Ráðið stefnir á að taka annan fund / vorfund í apríl til að klára undirbúningsvinnu fyrir ráðstefnuna. Þá verða tilboð í gistingu og mat að liggja fyrir.

 

Fundi slitið kl. 13.00

Sækja fundargerð hér