fbpx

Ferðamálastofa býður til funda á Suðurlandi vegna þróunarverkefnis um endurskoðun upplýsingaveitu til ferðamanna (sjá dagskrá neðst). Verkefnið er á forræði Ferðamálastofu og verkefnisstjóri þess er Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, verkefnastjóri svæðisbundinnar þróunar. Verkefnið er unnið samkvæmt nýjum vegvísi og eru markmið þess að:

  • Tryggja að bestu og nákvæmustu upplýsingar hvað varðar öryggi ferðamanna séu þeim alltaf aðgengilegar allt árið um kring um allt land.
  • Tryggja gæðastarf upplýsingaveitu á landsvísu.
  • Finna nýjar tæknilausnir sem nýta má utan eiginlegra upplýsingamiðstöðva.
  • Nýta og styðja við það stoðkerfi gestastofa, safna og annarra opinberra eininga sem fyrir er um allt land.
  • Nýta það fjármagn sem málaflokkurinn fær á sem hagkvæmastan en jafnframt árangurríkastan hátt.

Fundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

  • Selfossi miðvikudaginn 2. mars kl. 09:30 (Fjölheimar, stofa 205)
  • Vík miðvikudagin 2. mars kl. 14:00 (Icelandair Hótel Vík)
  • Höfn í Hornafirði miðvikudaginn 9. mars kl. 14:00 (Gamlabúð)

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á tölvupóstfangið hrafnhildur@ferdamalastofa.is fyrir kl. 13:00 næsta virka dag fyrir viðkomandi fund.  

Dagskrá fundanna er eftirfarandi:

  • Kynning á Þróunarverkefni um endurskoðun upplýsingaveitu.
  • Kynning á niðurstöðum fyrsta fundar sem haldinn var með forsvarsmönnum landshlutamiðstöðva, Umhverfisstofnunar og þjóðgarða í byrjun desember.
  • Kynning á niðurstöðum kostnaðargreiningar á upplýsingaveitu opinberra aðila á landsvísu og eftir landshlutum.
  • Hópavinna og umræður – framtíðarskipan upplýsingaveitu í landshlutanum.
  • Vinnuhópur skipaður sem skila skal tillögum til Ferðamálastofu.