fbpx

Uppsetning á FAB LAB verkstæði á Selfossi – gerð rekstraráætlunar til fjögurra ára

Markmið

Að koma upp FAB LAB verkstæði á Selfossi og gera áætlanir um rekstur og rekstrarform.

Verkefnislýsing

Markmiðið er að skoða og útfæra raunhæfa leið til þess að koma upp og reka FAB LAB verkstæði á Selfossi og þannig auðvelda stærsta hluta Suðurlands aðgengi að því. Nú þegar eru slík verkstæði staðsett í Vestmanneyjum og á Hornafirði og hafa þau sannað gildi sitt.

Lokaafurð

Varanleg uppsetning og rekstarform á FAB LAB á Selfossi

Tengsl við sóknaráætlun

Verkefnatillagan tengist mörgum þáttum þeirrar framtíðarsýnar sem gerð er grein fyrir í stefnumörkun Suðurlands 2016-2020. Helst má þó tiltaka að verkefnatillagan hefur áhrif til að byggja upp „hvetjandi umhverfi til nýsköpunar, menntunar og þróunar“.

Víða má einnig finna samsvörun þessarar tillögu við einstök markmið stefnumörkunar Suðurlands 2016 -2020. Verkefnið tengist verkefninu „Nýsköpun sem nám í grunnskólum á Suðurlandi“ sem miðar að því að tryggja jafnt aðgengi að menntun um allan landshlutann, eykur þekkingu og notkun á upplýsingatækni til náms og kennslu og eykur samvinnu menntastofnana á svæðinu og utan þess.

Verkefnastjóri
Ingunn Jónsdóttir
Verkefnastjórn
Olga Lísa Garðarsdóttir skólameistari FSu, Frosti Gíslason NMÍ V.eyjum, Vilhjálmur Magnússon FAB LAB Höfn
Framkvæmdaraðili
SASS
Samstarfsaðili
Fjölbrautaskóli Suðurlands / FAB LAB á Höfn / NMÍ – FAB LAB í Vestmanneyjum
Heildarkostnaður
3.600.000 kr.
Þar af framlag úr Sóknaráætlun
3.600.000 kr.
Ár
2017
Tímarammi
Apríl – desember 2017
Staða
í gangi