fbpx

Eyrarrósin verður veitt í tólfta sinn snemma árs 2016, fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Markmið viðurkenningarinnar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.

Tíu verkefni verða valin á Eyrarrósarlistann og þrjú þeirra hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar ásamt peningaverðlaunum og flugmiðum frá Flugfélagi Íslands. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur verðlaun að upphæð 1.650.000 krónur.

Frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú er verndari Eyrarrósarinnar.

Umsóknum skal fylgja:

  • Lýsing á verkefninu
  • Tíma- og verkáætlun
  • Upplýsingar um aðstandendur
  • Fjárhagsáætlun

Umsóknarfrestur er til miðnættis 5. janúar 2016 og verður öllum umsóknum svarað. Þær skulu sendar með tölvupósti til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is

Allar nánari upplýsingar er hægt að fá á skrifstofu Listahátíðar í síma 561–2444 og á vefsvæði Eyrarrósarinnar www.listahatid.is/eyrarrosin