Komi til verkfalla sem Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað, mun það hafa áhrif á almenningssamgöngur. Tímasetningar verkfallsaðgerða SGS: 30. apríl 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag 6. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí) 7. maí 2015 Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí) 19.
Fimmtudaginn 30. apríl verða ráðgjafar á vegum SASS með kynningarfund í Nýheimum á Höfn í Hornafirði kl. 12:00. Farið verður yfir ferla við umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Uppbyggingarsjóður Suðurlands tekur við hlutverki Menningarráðs og Vaxtarsamnings Suðurlands og er hluti af Sóknaráætlun Suðurlands. Markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands er Að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða
Undanfarin ár hefur verið mikil umræða um fjölgun örorkuþega. Á vef Tryggingastofnunar eru birtar tölur yfir fjölda þeirra einstaklinga (kennitalna) sem njóta 75% örorkulífeyris á aldrinum 18 – 67. Frá árinu 1999 hefur orðið næstum tvöföldun á þessum bótaþegum og því álitum við áhugavert að greina í stuttu máli þessa þróun og flokka eftir landshlutum.
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða Söndru Brá Jóhannsdóttur, á Breiðabólsstað, sveitarstjóra út kjörtímabilið. Sandra Brá hefur starfað sem verkefnisstjóri ferðaþjónustuverkefnisins Friður og frumkraftar í Skaftárhreppi.
Gunnar Karl Gíslason matreiðslumaður og eigandi Dill restaurant verður með fyrirlestur á Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:30-22:00. Fyrirlesturinn verður sendur út í gegnum fjarfund á Kötlusetri í Vík og hjá Fræðslunetinu á Hvolsvelli í tilefni jarðvangsvikunnar. Einnig verður fyrirlesturinn sendur út í fjarfundarbúnaði Fræðslunets Suðurlands í Nýheimum á Höfn. Fyrirlesturinn er hluti af verkefni klasans
Minjastofnun Íslands ásamt áhugafólki um minjar, standa fyrir ráðstefnunni Strandminjar í hættu – lífróður, næstkomandi laugardag, 18. apríl. Ráðstefnan verður haldin í salnum Kötlu á Hótel Sögu og stendur frá kl. 13:00 til kl. 16:30. Á ráðstefnunni munu innlendir og erlendir fyrirlesarar fjalla um minjar við ströndina, stöðu mála og hvað hægt er að gera
Fimmtudaginn 16. apríl verður haldið málþing um Hekluskóga í Frægarði í Gunnarsholti frá kl. 11:00-16:00 Ráðstefnan er öllum opin, skráning fer fram hjá Eddu Linn Rise á netfangið eddalinn@land.is fyrir 15. apríl Dagskránna má sjá hér
Yrki arkitektar hafa hlotið heiðursviðurkenningu A’Design Award fyrir hönnun sína á vigtarhúsinu í Þorlákshöfn. A’Design Award er ein stærsta árlega hönnunarsamkeppni í heimi, þar sem dómnefnd veitir hönnuðum, arkitektum og hönnunarfyrirtækjum alþjóðlega viðurkenningu.Byggingu vigtarhússins í Þorlákshöfn lauk árið 2009 og hefur það hlotið mikla athygli allra sem lagt hafa leið sína um bryggjuna í Þorlákshöfn fyrir sérstakt form
Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála, tengdum byggðaáætlun 2014-2017. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki, (sjá heimasíðu Byggðastofnunar ) Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir og umsóknarfrestur er til miðnættis 18. apríl 2015. Í umsókn skal
Samband íslenskra sveitarfélaga birtir auglýsingu í dag þar sem Suffolk-hérað í Bretlandi óskar eftir samstarfsaðila í Erasmus+ verkefni um hreyfingu ungra barna. Markmið verkefnisins er að finna leiðir fyrir sveitafélög til að efla hreyfingu og íþróttaiðkun hjá börnum á aldrinum 0-5 ára. Nánari upplýsingar Tengiliður er: Beccy Coombs Programmes and Project Manager +44 1473 260722