Fréttir

31. mars 2015

Samband íslenskra sveitarfélaga birtir auglýsingu í dag þar sem Suffolk-hérað í Bretlandi óskar eftir samstarfsaðila  í Erasmus+ verkefni um hreyfingu ungra barna. Markmið verkefnisins er að finna leiðir fyrir sveitafélög til að efla hreyfingu og íþróttaiðkun hjá börnum á aldrinum 0-5 ára. Nánari upplýsingar Tengiliður er: Beccy Coombs Programmes and Project Manager +44 1473 260722

30. mars 2015

Aðalfundur Eignarhaldsfélags Suðurlands hf. verður haldinn fimmtudaginn 16. apríl 2015 á Hótel Selfossi kl. 13:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum Eignarhaldsfélagsins. Fundargögn liggja frammi á skrifstofu SASS að Austurvegi 56, 2. hæð, Selfossi, og verða afhent hluthöfum á fundinum.

30. mars 2015

Önnur Menntalest Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór af stað 13. mars sl. , en Menntalestin á Suðurlandi er eitt af verkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands. Að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum á Suðurlandi, en fyrstu lestinni var beint að grunnskólanemendum og sköpun í skólastarfi. Markmið Menntalestarinnar að þessu sinni er að vekja áhuga á tækni og

30. mars 2015

Leiksýning (einþáttungur) um Grettir sterka Ásmundarson leikinn af Elfari Loga Hannessyni og fyrirlestur Einars Kárasonar um Gretti verður á lofti Gamla-bankans á Selfossi laugardaginn 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl n.k., sjá meðf. auglýsingu  Allur ágóði sýninganna rennur í Fischersetrið. Viðburðurinn um Gretti hefst kl. 20:00 á lofti Gamla-bankans, og húsið opnar kl. 19:30. Miðaverð

20. mars 2015

Starfamessa á Suðurlandi 2015 var haldin í Fjölbrautaskóla Suðurlands 19. mars 2015 kl. 10-16 í samstarfi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, Atorku – félags atvinnurekenda á Suðurlandi, Vinnumálastofnunar á Suðurlandi og grunn- og framhaldsskóla á svæðinu.   Á Starfamessu á Suðurlandi 2015 voru 28 kynningarstöðvar þar sem yfir 30 sunnlensk fyrirtæki kynntu starfsemi sína og störfin sem

19. mars 2015

  Í dag fimmtudaginn 19. mars, kl. 10-16 stendur yfir Starfamessa á Suðurlandi 2015 í Fjölbrautaskóla Suðurlands í samstarfi SASS, Atorku, framhaldsskóla og grunnskóla á Suðurlandi.  Þar kynna sunnlensk fyrirtæki starfsemi sína og störf í fyrirtækinu fyrir unga fólkinu á Suðurlandi, með sérstakri áherslu á iðn- og tæknigreinar, garðyrkju og ferðaþjónustu.  Iðandi starfatorg verður í

18. mars 2015

SAMTAL UM SAMFÉLAG – mitt, þitt eða okkar? Málþing í Borgarbókasafninu | Menningarhúsinu Gerðubergi föstudaginn 20. mars 2015 kl. 13:30 – 16:30 Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknastofu í Fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Menntun núna verkefnisins í Breiðholti og Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, með stuðningi Akureyrarbæjar, Reykjavíkurborgar og Háskólans á Akureyri. Skráning á

16. mars 2015

Er svæðisskipulag leið til betri framtíðar á Suðurlandi ? Tilgangur ráðstefnunnar er að draga fram megin áskoranir á Suðurlandi, auka skilning Sunnlendinga á sameiginlegum skipulagsmálum og hvort og hvernig megi takast á við þau í sameiningu. Hvað tengir Suðurland og gerir það að einni skipulagsheild ? Er það skipulagssvæði eins og hálendið, ströndin og láglendið

13. mars 2015

Landstólpinn Samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar er viðurkenning sem Byggðastofnun veitir árlega. Viðurkenningin er hvatning, því hugmyndin að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni. Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags.

12. mars 2015

Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2014. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af