Fréttir

22. júní 2016

Markaðsstofa Suðurlands hefur gefið út nýja og endurbætta útgáfu af landshlutakortinu sem kom út í fyrra. Um er að ræða kort af Suðurlandi sem dreift er markvisst á upplýsingamiðstöðvar og helstu ferðamannastaði um allt land. Hægt er að nálgast kortið á næstu upplýsingamiðstö og einnig er hægt að sjá kortið hér

20. júní 2016

Virkjum hugaraflið, málstofa um nýsköpun í orkuiðnaði, fer fram í Fjölheimum við Tryggvagarð á Selfossi þriðjudaginn 28. júní kl. 15:00-19:00 og er öllum opin. Landsvirkjun, KPMG, Iceland Geothermal og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir málstofum um nýsköpun í orkuiðnaði í samstarfi við atvinnuþróunarfélög og sveitarfélög á svæðinu. Þátttakendum býðst að fræðast um framgang nýsköpunar í orkuiðnaði í

20. maí 2016

Í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2016  bárust sjóðnum 137 umsóknir. Styrkur var veittur 87 verkefnum og er heildar fjárhæð styrkveitinganna um 38 milljónir. Úthlutað var um 19 mkr. til 56 menningarverkefna og um 19 mkr. til 31 nýsköpunarverkefna. Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem hefur það hlutverk að styrkja menningar-og nýsköpunarverkefni í landshlutanum. Við mat á umsóknum vísast

12. maí 2016

Byggðaráðstefnan 2016 verður haldinn í Breiðdalsvík dagana 14. og 15. september. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á stöðu og þróun með það að markmiði að efla samfélög á landsbyggðinni. Byggðastofnun kallar eftir erindum frá fræða- og háskólasamfélaginu, stefnumótendum og þeim sem vinna á vettvangi um stöðu og þróun byggðar. Nánari upplýsingar

10. maí 2016

Ný sumaráætlun Strætó á Suðurlandi tekur gildi frá 15. maí. Á leið 51 verða tvær ferðir á dag til og frá Höfn í Hornafirði, alla daga vikunnar. Á leið 52, akstur til og frá Landeyjahöfn, tekur mið af áætlun Herjólfs frá 1. júní til 30. ágúst. Leið 53 verður lögð niður og með því stoppistöðin í

28. apríl 2016

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga stóðu fyrir málþingi um framtíð háskólanáms á Suðurlandi á Hótel Selfossi 26. apríl 2016.  Málþingið þótti takast einkar vel. Tólf framsögur voru á fundinum, þ.e. frá öllum sjö háskólum landsins, Háskólafélagi Suðurlands, forsætisráðherra, formanni allsherjar- og menntamálanefndar, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og þá lýsti fjarnemi reynslu sinni af fjarnámi á háskólastigi. Mikill samhljómur

25. apríl 2016

Framtíð háskólanáms á Suðurlandi – Þriðjudaginn 26. apríl á  Hótel Selfoss kl. 12:00 – 16:00 12:00 Boðið upp á súpu  12:30 Setning – Gunnar Þorgeirsson formaður SASS 12:35 Ávarp forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, 1. þingmaður Suðurkjördæmis 12:45 Hvað vilja Sunnlendingar? Sigurður Sigursveinsson, framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands Magnús Hlynur Hreiðarsson, fjarnemi á Suðurlandi 13:05 Sjónarmið háskólanna Magnús Lyngdal

25. apríl 2016

Undanfarna mánuði hefur farið fram rannsókn á samstarfi sveitarfélaga á vegum RHA-Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Safnað var upplýsingum um samstarfsverkefni sveitarfélaga innan hvers landshluta og þau greind eftir málaflokki, sveitarfélögum sem vinna saman, rekstrarformi o.fl. Einnig fór fram netkönnun meðal sveitarstjórnarmanna og framkvæmdastjóra sveitarfélaga og kannað viðhorf til samstarfs sveitarfélaga. Var rannsóknin styrkt af nýstofnuðum

20. apríl 2016

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Máltæknisjóði Hlutverk sjóðsins er að efla notkun íslenskrar tungu í samskiptatækni, til hagsbóta fyrir fyrirtæki, stofnanir og almenning. Umsóknarfrestur er til 1. júní 2016, kl. 16:00. Upplýsingar og umsóknargögn er að finna á síðu Máltæknisjóðs.

19. apríl 2016

Boðið er til opins fundar á Hótel Selfoss, þriðjudaginn 26. apríl kl. 12:00 – 16:00. Innlegg frá háskólum landsins, Sunnlendingum, mennta-og menningarmálaráðuneyti og þingmönnum. Fundarstjóri er Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Fundurinn hefst kl. 12:30 en boðið er upp á súpu kl. 12:00 Allir velkomnir – látum okkur málið varða Dagskráin er hér