Fréttir

19. september 2016

Í síðustu viku fóru fram kynningarfundir á Uppbyggingarsjóði Suðurlands, víða á Suðurlandi. Á fundunum var farið í gegnum uppbyggingu sjóðsins, hvernig hann skiptist í flokka, markmið og áherslur. Ennfremur var farið yfir hvað væri styrkhæfur kostnaður og hvað ekki og skoðuð dæmi um verkefni sem hlutu styrk í fyrri úthlutun 2016.  

15. september 2016

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Umsóknafrestur er til kl. 12 á hádegi þann 26. september. Umsóknareyðublað  og nánari upplýsingar má nálgast hér Markmið verkefnisins Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið

12. september 2016

Stjórnstöð ferðamála og Ferðamálastofa boða tii 14 kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Pians-DMP) um landið. Á fundunum munu fulltrúar Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kynna verkþætti og tímalínu verkefnisins auk þess sem skoski ráðgjafinn Tom Buncie mun fara ítarlega yfir eðli, markmið og tilgang slíkra verkefna og hvernig þau geta nýst inn í framtíðarskipulag og

7. september 2016

Námskeið í lagningu og viðhaldi göngustíga verður haldið á Hvanneyri 27. september frá 9:00 til 17:00, ætlað öllum þeim sem koma að skipulagningu, uppbyggingu og viðhaldi göngustíga. Helstu efnisþættir eru: Uppbygging göngustíga, Ragnar Frank, lektor hjá LBHÍ. Göngustígagerð með verktökum eða með aðstoð sérhæfðra sjálfboðaliðahópa?  René Biasone umsjónarmaður Sjálfboðaliðar Umhverfisstofnunar. Kynning á stígagerð við Hólaskóla, Kjartan

6. september 2016

Hádegissúpufundir með kynningu á Uppbyggingarsjóði Suðurlands og handleiðslu um umsóknarformið verða haldnir á eftirtöldum stöðum dagana 9. til og með 16. september nk. Hvoli, Hvolsvelli, föstudaginn 9. september kl. 12:00-13:00 Kirkjubæjarstofu, Klaustri, mánudaginn 12. september kl. 11:30-12:30 Fjölheimum, Selfossi, mánudaginn 12. september kl. 12:00-13:00 Þekkingarsetri Vestmannaeyja, fundarsal 1. h, mánudaginn 12. spetember kl. 12:00-13:00 Kötlusetri,

30. ágúst 2016

Tækniþróunarsjóður stóð fyrir kynningu á breyttum styrkjaflokkum og umsóknarferli, þriðjudaginn 30. ágúst, í húsnæði Fjölheima við Tryggvagötu 13, Selfossi. Þeir sem komust ekki á fundinn geta séð efni fundarins hér Ítarlegar uppýsingar um styrkmöguleika má finna hér á heimasíðu Rannís Opið er fyrir umsóknir í Tækniþróunarsjóð og umsóknarfrestur  er til 15. september 2016 kl. 16:00  

30. ágúst 2016

Byggðastofnun hefur birt á heimasíðu sinni nýja stöðugreiningu sem lýsir byggðaþróun á Íslandi síðustu misserin með uppfærslu á upplýsingum um nokkra mikilvæga þætti. Stöðugreininguna má sjá hér

29. ágúst 2016

Alþjóðleg ráðstefna um forystu og stjórnun í sjálfbærri ferðaþjónustu verður haldin dagana 6., 7. og 8. október nk. Um er að ræða sambland af vinnufundum, fyrirlestrum og vettvangsferðum með þátttöku virtra erlendra og innlendra leiðbeinenda. Dagskráin er sem hér segir: 6. október: Ráðstefna á Hótel Sigló á Siglufirði 7. október: Ráðstefna í Hofi á Akureyri

29. ágúst 2016

Skipulagsdagurinn 2016 verður haldinn fimmtudaginn 15. september nk. Um er að ræða heils dags ráðstefnu á Grand Hótel í Reykjavík sem Skipulagsstofnun stendur að í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Hún er ætluð öllum sem koma að gerð skipulags, sveitarstjórnarmönnum, skipulagsfulltrúum sveitarfélaga, skipulagsráðgjöfum og hönnuðum. Að þessu sinni verður áhersla Skipulagsdagsins á gæði byggðar og

24. ágúst 2016

Vegur til farsældar? Mat og mælingar á árangri skólastarfs. Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 20. september 2016 og hefst kl. 13:00 í salnum Kötlu á Hótel Sögu. Ráðstefnugjald er 4.000.- Fyrirlesarar: Paulo Santiaqo Analyst in the OECD Directorate for Education and Skills Þorlákur Axel Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið