Fréttir

21. nóvember 2025

  „Ölfus hefur fest sig í sessi sem raunhæfur og spennandi kostur til uppbyggingar ferðaþjónustu,“ var meðal þess sem kom fram á fjölsóttum kynningarfundi um stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar í sveitarfélaginu sem haldinn var í Ráðhúsi Ölfuss fimmtudaginn 20. nóvember. Framkvæmdastjóri SASS var meðal þátttakenda á fundinum, en markmið hans var að efla samstarf og

18. nóvember 2025

  Verkefnastjóri SASS var meðal u.þ.b. 80 þátttakenda á vel sóttri ráðstefnu, „Lykilfólk í barnamenningu“. Ráðstefnan var samstarfsverkefni „List fyrir alla“ og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og var haldin í Golfskálanum Leyni á Akranesi nýverið. Ráðstefnan einkenndist af fjölbreyttum, fræðandi erindum og lifandi umræðum. Jöfn tækifæri óháð búsetu Málþingið var formlega opnað af menningar-, nýsköpunar-

17. nóvember 2025

  Tólf nýsköpunarteymi luku nýverið viðskiptahraðlinum Startup Landið 2025, sem er samstarfsverkefni landshlutasamtakanna utan höfuðborgarsvæðisins. Markmið hraðalsins er að styðja frumkvöðla víðs vegar af landinu í að þróa hugmyndir sínar, efla viðskiptahæfni og byggja upp tengslanet. Frá hugmynd að framkvæmd á sjö vikum Startup Landið stóð yfir í sjö vikur og fengu þátttakendur fræðslu um

14. nóvember 2025

  Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SASS og Lína Björg Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá SASS og menningarfulltrúar landshlutasamtakanna áttu uppbyggilegan fundardag í Reykjavík miðvikudaginn 12. nóvember. Markmið ferðarinnar var að ræða stöðu menningarmála, efla tengslanet og auka sýnileika menningar á landsbyggðinni. Staða menningarhúsa rædd við ráðherra Dagurinn hófst á fundi með Loga Einarssyni, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Aðalumræðuefnið

12. nóvember 2025

  Háskólafélag Suðurlands og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa undirritað samning að fjárhæð 2,5 milljónir króna vegna áhersluverkefnisins „Nýsköpunarstefna fyrir Suðurland“. Verkefnið, sem styrkt er af Sóknaráætlun Suðurlands, felur í sér að Háskólafélagið leiði mótun heildstæðrar stefnu til að samræma og efla nýsköpunarstarf í landshlutanum. Meginhlutverk Háskólafélags Suðurlands er að auka búsetugæði með því að færa

7. nóvember 2025

  Suðurland var í sviðsljósinu þegar Íslensku menntaverðlaunin 2025 voru afhent á Bessastöðum á þriðjudag. Tveir af fimm verðlaunahöfum komu úr landshlutanum: Örvar Rafn Hlíðdal, íþróttakennari við Flóaskóla, hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fékk verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til iðn- og verkmenntunar. Forseti Íslands flutti ávarp við athöfnina og sagði mikilvægt

6. nóvember 2025

  Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands rann út 28. október síðastliðinn. Alls bárust 132 umsóknir sem endurspeglar mikinn áhuga og grósku í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu. Mat á umsóknum hafið Nú tekur við ítarleg yfirferð og mat á öllum innsendum umsóknum. Sú vinna er í höndum tveggja sérhæfðra fagráða sjóðsins. Annað ráðið leggur mat

5. nóvember 2025

  Okkar kæra Harpa Elín Haraldsdóttir, kvaddi þann 1. nóvember sl eftir baráttu við krabbamein. Harpa stafaði í hópi atvinnuráðgjafa á Suðurlandi frá því að hún tók við starfi forstöðukonu Kötluseturs í Vík, í ágúst 2021. Hún kom inn í starfið með ómótstæðilega orku, geislandi nærveru, endalausa bjartsýni og eldhug sem heillaði alla sem nutu

4. nóvember 2025

  Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) er nú með opið fyrir tillögur að áhersluverkefnum fyrir árið 2026. Hægt er að senda inn tillögur til og með 17. nóvember nk. á netfangið sass@sass.is. Áhersluverkefni eru þróunarverkefni sem unnin eru af starfsmönnum SASS eða öðrum aðilum, svo sem einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum, sem gert er samkomulag við um

31. október 2025

  Stefán Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra miðlunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Orkídeu. Hann mun hefja störf á næstu mánuðum.   Stefán er með BA-gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst, auk þess að hafa lokið diplómu í fjölmiðlun, blaðamennsku og kvikmyndagerð frá Brandbjerg Højskole í Danmörku og