Suðurland var í sviðsljósinu þegar Íslensku menntaverðlaunin 2025 voru afhent á Bessastöðum á þriðjudag. Tveir af fimm verðlaunahöfum komu úr landshlutanum: Örvar Rafn Hlíðdal, íþróttakennari við Flóaskóla, hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi kennslu og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fékk verðlaun fyrir framúrskarandi framlag til iðn- og verkmenntunar. Forseti Íslands flutti ávarp við athöfnina og sagði mikilvægt
Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands rann út 28. október síðastliðinn. Alls bárust 132 umsóknir sem endurspeglar mikinn áhuga og grósku í atvinnu- og menningarlífi á svæðinu. Mat á umsóknum hafið Nú tekur við ítarleg yfirferð og mat á öllum innsendum umsóknum. Sú vinna er í höndum tveggja sérhæfðra fagráða sjóðsins. Annað ráðið leggur mat
Okkar kæra Harpa Elín Haraldsdóttir, kvaddi þann 1. nóvember sl eftir baráttu við krabbamein. Harpa stafaði í hópi atvinnuráðgjafa á Suðurlandi frá því að hún tók við starfi forstöðukonu Kötluseturs í Vík, í ágúst 2021. Hún kom inn í starfið með ómótstæðilega orku, geislandi nærveru, endalausa bjartsýni og eldhug sem heillaði alla sem nutu
Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) er nú með opið fyrir tillögur að áhersluverkefnum fyrir árið 2026. Hægt er að senda inn tillögur til og með 17. nóvember nk. á netfangið sass@sass.is. Áhersluverkefni eru þróunarverkefni sem unnin eru af starfsmönnum SASS eða öðrum aðilum, svo sem einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum, sem gert er samkomulag við um
Stefán Friðrik Friðriksson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra miðlunar hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og Orkídeu. Hann mun hefja störf á næstu mánuðum. Stefán er með BA-gráðu í miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst, auk þess að hafa lokið diplómu í fjölmiðlun, blaðamennsku og kvikmyndagerð frá Brandbjerg Højskole í Danmörku og
Sögulegur áfangi náðist á ársþingi samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) en öll 15 sveitarfélögin í landshlutanum ásamt öllum þjónustuveitendum sem vinna að málefnum barna á Suðurlandi undirrituðu samstarfsyfirlýsingu um stofnun Farsældarráðs Suðurlands. Þetta er í fyrsta sinn sem öll sveitarfélögin sameinast með þessum hætti um að setja velferð barna í forgang. Markmið samstarfsins er
„Ótrúlegur drifkraftur“ í Mýrdalshreppi: Harpa Elín Haraldsdóttir hlýtur Menningarverðlaun Suðurlands 2025 Harpa Elín Haraldsdóttir, forstöðukona Kötluseturs í Vík, hlaut Menningarverðlaun Suðurlands 2025. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), sem fram fór á Kirkjubæjarklaustri dagana 23.–24. október sl. Harpa hlýtur viðurkenninguna fyrir ómetanlegt og óeigingjarnt framlag sitt til menningar
Fulltrúar sveitarfélaga á Suðurlandi munu koma saman til ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) dagana 23. og 24. október næstkomandi. Þingið fer fram á Kirkjubæjarklaustri og er meginvettvangur fyrir umræður og ákvarðanatöku um sameiginleg hagsmunamál landshlutans. Farsæld barna og byggðaþróun í brennidepli Dagskráin hefst á fimmtudagsmorgn með hefðbundnum aðalfundarstörfum þar sem farið verður yfir starfsskýrslu
Rakel Theodórsdóttir hefur verið ráðin byggðaþróunarfulltrúi fyrir sveitarfélögin fjögur í Uppsveitum Árnessýslu, þ.e, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshrepp, Hrunamannahrepp og Skeiða-og Gnúpverjahrepp og hefur hún þegar hafið störf. Rakel er ferðamálafræðingur með viðskiptafræði sem aukagrein og hefur hún starfað sem ráðgjafi og verkefnastjóri meðal annars hjá Íslenska ferðaklasanum. Hún hefur sinnt landvörslu og starfað sem markaðs-
Umsóknarfrestur Uppbyggingarsjóðs Suðurlands framlengdur Umsóknarfrestur fyrir haustúthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands hefur verið framlengdur fram á þriðjudaginn 28. október kl. 12:00. Áður auglýstur umsóknarfrestur var miðvikudaginn 22. október kl. 12:00. Hvaða verkefni eru styrkhæf? Uppbyggingarsjóður Suðurlands hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru