Stjórn og starfsfólk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga óska Sunnlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Við þökkum fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Um leið og við lítum björtum augum til framtíðar sendum við ykkur okkar bestu óskir um farsæld á komandi ári. Opnunartími um hátíðarnar Vakin er athygli
The Directorate of Labour (Vinnumálastofnun), in collaboration with European partners, has launched a new and powerful e-learning platform called New Beginnings. The platform is specifically designed to support individuals of foreign origin who wish to put their business ideas into action, boost their self-confidence, and strengthen their position in the labor market. The project
Vinnumálastofnun hefur, í samstarfi við evrópska samstarfsaðila, opnað nýjan og öflugan námsvef undir heitinu New Beginnings. Vefurinn er sérstaklega hannaður til að styðja við fólk af erlendum uppruna sem vill hrinda viðskiptahugmyndum í framkvæmd, efla sjálfstraust sitt og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Verkefnið hefur verið í vinnslu undanfarin tvö ár undir forystu Vinnumálastofnunar
Samfélagsfrumkvöðlar á landsbyggðinni hafa haft mikil áhrif á lífið í byggðunum, en hvað er samfélagsleg nýsköpun? Hver er munurinn á samfélagslegri nýsköpun og annarri tegund af nýsköpun – og hvernig nýtist hún dreifðum byggðum? Þessum spurningum verður leitast við að svara á fyrsta erindi þessa árs í Forvitnum frumkvöðlum sem fer fram á Teams
Fulltrúar SASS, þær Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri og Lína Björg Tryggvadóttir verkefnastjóri, heimsóttu Skaftárhrepp á dögunum. Tilefni ferðarinnar var meðal annars undirritun nýs samnings um starf byggðaþróunarfulltrúa í sveitarfélaginu, en Einar Kristján Jónsson sveitarstjóri skrifaði undir fyrir hönd Skaftárhrepps. Um er að ræða samstarfsverkefni SASS og Skaftárhrepps og standa þeir aðilar straum af kostnaði í
„Það er ljóst að framtíðin er í góðum höndum ungs fólks á Íslandi.“ Þetta var samdóma álit þeirra sem fylgdust með hæfileikakeppni sunnlenskra ungmenna, Skjálftanum 2025, sem fór fram þann 28. nóvember síðast liðinn við hátíðlega athöfn. Þetta var í fimmta sinn sem keppnin er haldin og var uppskeran sannkölluð hæfileikaveisla. Ungmenni úr 8.–10.
Stjórnendum ferðaþjónustufyrirtækja í uppsveitum Árnessýslu er boðið til skemmtilegs og upplýsandi morgunfundar fimmtudaginn 11. desember næstkomandi. Fundurinn fer fram í Vínstofu Friðheima og er markmiðið að efla tengslanet, miðla upplýsingum og eiga gott spjall. Boðið nær til stjórnenda ferðaþjónustufyrirtækja í Bláskógabyggð, Hrunamannahreppi, Grímsnes- og Grafningshreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áhersla er lögð á létt
Föstudaginn 5. desember síðast liðinn, komu fulltrúar ungmennaráða víðs vegar af landinu saman á Hilton Reykjavík Nordica. Tilefnið var vegleg ráðstefna ungmennaráða sveitarfélaga sem haldin var í tengslum við 80 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar gefst mikilvægt tækifæri til að efla samráð, lýðræði og áhrif ungs fólks á nærsamfélagið. Markmið ráðstefnunnar var að efla
Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur samþykkt tillögur fagráða um haustúthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 2025. Alls var 42 milljónum króna úthlutað til 49 fjölbreyttra verkefna á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar. Umsóknir voru margar og fjölbreyttar sem vitnar um mikla grósku og sköpunarkraft í landshlutanum. Uppbyggingarsjóður Suðurlands gegnir lykilhlutverki í að styðja við verkefni sem efla
Næstkomandi laugardag, klukkan 16:00, verður sköpunarkraftinum sleppt lausum í Íþróttahúsinu í Þorlákshöfn þegar hæfileikakeppnin Skjálftinn fer fram í fimmta sinn. Keppnin, sem er eitt af áhersluverkefnum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, hefur fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur fyrir ungmenni á Suðurlandi til að koma listsköpun sinni á framfæri. Skjálftinn er hæfileikakeppni fyrir nemendur í