fbpx

Breytingar á akstri á leiðum á Suðurlandi – gjaldfrjálst milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar til kynningar.

Fréttatilkynning 19. ágúst

Vegna skólasetningar í Fjölbrautaskóla Suðurlands þriðjudag og miðvikudag og óska frá Árborg um akstur milli Eyrarbakka/Stokkseyri og Selfoss frá og með mánudeginum verður aksturinn daganna 20. ágúst til 23. ágúst með óhefðbundnu sniði. Gjaldfrjálst verður á ferðum milli Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar í næstu viku til kynningar.

Mánudaginn 20. ágúst:

Leiðir 51, 52, 71, 72 og 73 samkvæmt auglýstri tímatöflu á heimasíðu Strætó bs.

Leið 74 ekur á milli Selfoss, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshafnar samkvæmt tímatöflu hér að neðan (sem er sú sama og tekur gildi þann 23. ágúst):