fbpx

Blómstrandi dagar verða haldnir í Hveragerði dagana 14. til 17. ágúst nk. Þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá alla helgina fyrir fjölskylduna.  Á laugardeginum verður Ísdagurinn mikli hjá Kjörís en þá er öllum landsmönnum boðið upp á eins mikinn  ís eins og þeir get sett ofan í sig. Skemmtidagskrá verður á Kjörísplaninu þar sem Ingó og fleiri gestir leika og syngja.  Þá verður fjölbreytt dagskrá í lystigarðinum á Fossflöt. Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni og munu margir glæsilegir tónlistarmenn stíga á stokk eins og Hljómsveitin Ylja og Bergþór Pálsson og Brynhildur Guðjónsdóttur munu syngja vel þekkta franska slagara m.a. Edith Piaf lög. Blómadrottning verður síðan krýnd á laugardagskvöldinu á Hótel Örk þar sem Sniglabandið leikur á blómadansleik. Hápunktur laugardagsins er brekkusöngurinn í Lystigarðinum  með Ingó Veðurguði og þar strax á eftir glæsileg flugeldasýning. Fjölbreyttar sýningar og markaðir verða á Blómstrandi dögum eins og í Listasafni Árnesinga og Þorlákssetri, húsi eldri borgara. Þá verður tískusýning við Eden. Alla frekari dagskrá Blómstrandi daga er að finna á www.hveragerdi.is

Blómstrandi dagar