fbpx

Garðyrkju- og blómasýningin „Blóm í bæ“ verður haldin í Hveragerði dagana 26. – 28. júní 2009.  Þá munu Hvergerðingar bjóða landsmönnum öllum til veglegrar veislu í samvinnu við öll fagfélög græna geirans á Íslandi.  Er þetta í fyrsta sinn sem haldin er sameiginleg sýning allra þessara aðila.  Þrátt fyrir að um frumraun hér á landi sé að ræða eru slíkar sýningar vel þekktar erlendis og laða þær ævinlega að mikinn mannfjölda.

Dagskrá helgarinnar er afar fjölbreytt og metnaðarfull en nánari upplýsingar um dagskrána má finna á heimasíðu bæjarins  www.hveragerdi.is.    Ráðstefnan „Íslensk garðlist markar upphaf sýningarinnar föstudaginn 26. júní.   Í kjölfar ráðstefnunnar hefst sjálft sýningin síðan með setningarathöfn kl. 16 og þar með hefst viðburðarrík helgi í blómabænum.   Allt sem tengist garðyrkju, umhverfismálum, íslenskri framleiðslu og handverki verður á sýningunni.  Sýningar og ýmsar keppnir verða allan sýningartímann ásamt líflegri markaðsstemning í sölutjöldum.

 

Smágarðasamkeppni, lengsta blómaskreyting á Íslandi, þúsundir afskorinna blóma á risablómasýningu ásamt sýningu á íslenskum matjurtum, grænmeti og kryddjurtum.

Þá verður sett upp sögusýning íslenskrar garðyrkju þar sem vinnuháttum fyrri tíma verða gerð skil.