15. febrúar 2016

Fjarskiptasjóður fékk 500 m.kr. fjárveitingu á fjárlögum 2016 til uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifibýli utan markaðssvæða. Starfshópur vinnur nú að tillögum að framkvæmd fyrirhugaðs landsátaks, Ísland-ljóstengt. Samráðsfundur var haldinn með forsvarsmönnum landshlutasamtaka og  fram komnar tillögur um útfærslu kynntar. Gert verður samkomulag við viðkomandi sveitarfélög um verkefnið og styrkinn. Styrkur einskorðast við upphafskostnað þ.e. hann nær ekki

15. febrúar 2016

Miðvikudaginn 10. febrúar sl. var haldin kynning á Hvolsvelli, fyrir sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi,  á nýju skipulagi SASS. Stjórnarformaður SASS Gunnar Þorgeirsson,  fór yfir tilgang skipulagsbreytinganna, skipurit, markmið, leiðarljós og framtíðarsýn 2015 – 2019, hlutverk samstarfsaðila og leiðir að árangri. Tilgangur skipulagsbreytinganna er m.a. að laga starfsemi SASS betur að þörfum íbúa, fyrirtækja, sveitarfélaga og félagasamtaka á

11. febrúar 2016

Á vef Hagstofu Íslands má sjá samantekt á kjötframleiðslu og neyslu á kjöti á árinu 2015.  Þar kemur fram að framleidd voru 29.870 tonn af kjöti árið 2015 sem er 1,8% meira en árið 2014. Tæp 10.200 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti, rúm 8.300 tonn af alifuglakjöti, 6.800 tonn af svínakjöti, 3.600 tonn af nautgripakjöti

10. febrúar 2016

Ný gjaldskrá Strætó tekur gildi 1. mars 2016. Græna kortið – 1 mánuður – fer úr 10.900.- í 11.300.- Rauða kortið – 3 mánuðir – fer úr 23.900.- í 24.700 Bláa kortið – 9 mánuðir – fer úr 56.900.- í 58.700.- Sjá nánar um nýja gjaldskrá hér  

10. febrúar 2016

Allir lesa, landsleikur í lestri stendur nú yfir og líkur 21. febrúar. Keppt er í liðum og mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Sveitarfélagið Ölfus trónir nú á toppnum með meðallestur á íbúa rúmar 12 klukkustundir og í öðru sæti er Hveragerðisbær. Vinsælustu titlarnir í landsleiknum eru: Mamma klikk Sogið Þýska húsið Stóri skjálfti

3. febrúar 2016

Hægt er að kaupa allar gerðir farmiða og korta á vefsíðu Strætó undir flipanum  „Kaupa kort„. Fargjöldin má greiða með greiðslukorti og fá þau heimsend. Fyrir þá farþega sem óska aðstoðar við kaup á persónulegum tímabilskortum (Rauðum, Grænum, Bláum, o.s.frv.) geta fengið aðstoð á eftirfarandi stöðum: Þorlákshöfn, Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarberg 1, 480 3830 Hveragerði, Upplýsingamiðstöð Suðurlands,

1. febrúar 2016

Á fundi bæjarráðs Árborgar fimmtudaginn 28. janúar sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: Bæjarráð Árborgar fer þess á leit við Vegamálastjóra að Vegagerðin breyti skilgreiningu á vetrarþjónustu fyrir Suðurstrandarveg á þann hátt að þjónusta á veginum verði færð upp um þjónustuflokk. Nú fellur Suðurstrandarvegur í þjónustuflokk 4, líkt og vegir þar sem meðalumferð nemur innan við 100

28. janúar 2016

Opið er fyrir umsóknir í Samfélagssjóð Landsvirkjunar, umsóknarfrestur er til 25. mars 2016. Verkefni sem koma til greina: Verkefni á sviði umhverfis-, náttúru og auðlindamála Verkefni á vegum mannúðarsamtaka og líknarfélaga Listir , menning og menntun Forvarnar- og æskulýðsstarf Heilsa og hreyfing Samfélagssjóður úthlutar að hámarki 12 milljónum í þremur úthlutunum. Að jafnaði eru styrkir

28. janúar 2016

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti tölfræði um skipulag og rekstur fyrirtækja. Tölfræðin byggir á samræmdri aðferðafræði og er því samanburðarhæf við tölfræði í öðrum löndum Evrópu. Skipt er niður á fjölda fyrirtækja eftir atvinnugreinum , eftir starfsmannafjölda í hverri grein, fjölda starfsmanna eftir stærð fyrirtækja og heildarrekstrartekjum fyrirtækja eftir atvinnugrein. Hér má sjá skiptinguna