Sóknaráætlunarsamningar við átta landshlutasamtök sveitarfélaga til fimm ára voru undirritaðir í gær. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Logi Einarsson, menningar, nýsköpunar- og háskólaráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og fulltrúar landhlutasamtakanna undirrituðu samningana í Norræna húsinu. Það er samdóma álit þeirra sem koma að sóknaráætlunum að þær hafi sannað gildi sitt fyrir
Það er komið að öðrum fyrirlestri í fyrirlstrarröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“ sem haldinn verður þriðjudaginn 4. febrúar kl. 12. Þórunn Jónsdóttir fer yfir gerð styrkumsókna, en hún hefur skrifað yfir 300 umsóknir á sínum ferli. Markmið Þórunnar er að deila þekkingu sinni og reynslu sem víðast, enda trúir hún því að allir geti skrifað árangursríka styrkumsókn
Stjórn SASS og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri hafa komist að samkomulagi um starfslok hans hjá samtökunum. Bjarni, sem hefur verið framkvæmdastjóri SASS í tíu ár, hefur þegar látið af störfum. „Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að byggja upp samtök sveitarfélaga á Suðurlandi sem sinna mikilvægu hlutverki í byggðaþróun. Ég er stoltur
Hin 14 ára gamla Manúela Maggý Friðjónsdóttir Morthens úr Grunnskólanum á Hellu komst áfram í Upptaktinum 2024 með lagið sitt „HEAL“. Lagið fjallar um erfiðleika í lífinu og hvernig hægt er að finna von og traust þegar allt virðist vonlaust. Myndband frá Upptaktinum af viðtali við Manúelu Maggý og tónverkið „HEAL“ Manúela Maggý segir
SASS óskar eftir tilnefningum til Menntaverðlauna Suðurlands 2024. Allir þeir sem tengjast skóla- og/eða menntunarstarfi með einhverjum hætti, s.s. sveitarfélög, skólanefndir, kennarar, starfsfólk skóla og annað áhugafólk um menntun og skólastarf, hafa rétt til þess að tilnefna til verðlaunanna. Tilnefningunni verður að fylgja ítarlegur rökstuðningur. Allir þeir sem koma að skóla- eða menntunarstarfi með
Innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042, sem markar mikilvægt skref í skipulagsmálum og sjálfbærri þróun landsvæðisins. Með undirrituninni öðlast svæðisskipulagið lagalegt gildi og verður leiðarljós fyrir stefnumótun og framkvæmdir á svæðinu næstu ár. Svæðisskipulagið nær yfir hálendishluta níu sveitarfélaga á Suðurlandi: Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Ásahrepps, Skeiða-og Gnúpverjahrepps, Hrunamannahrepps,
Fundargerð aðalfundar SASS haldinn á Hótel Örk í Hveragerði 31. október og 1. nóvember 2024 Setning ársþings Anton Kári Halldórsson formaður SASS setur fundinn og býður þingfulltrúa velkomna á ársþing SASS, þakkar hann Hveragerðisbæ fyrir móttökurnar. Kosning fundarstjóra og fundarritara Formaður tilnefnir Dagnýju Sif Sigurbjörnsdóttur og Pétur Georg Markan frá Hveragerðisbæ sem fundarstjóra og Rósu
HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur. Á Suðurlandi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur í landshlutanum. Fundurinn verður haldin á Fröken Selfoss þriðjudaginn 19. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu
HMS, Tryggð byggð og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundarröð um land allt um stöðu íbúðauppbyggingar og framtíðarhorfur. Á Suðurlandi í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga er boðað til fundar um stöðu íbúðauppbyggingar í landshlutanum. Fundurinn verður haldin á Hótel Höfn mánudaginn 18. nóvember og hefst kl. 12:00. Boðið verður upp á súpu og brauð.
Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða seinni úthlutun sjóðsins árið 2024. Umsóknir voru samtals 86, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 23 umsóknir og 63 í flokki menningarverkefna. Að þessu sinni var 40,125.500