Verkefnastjórn samningsins samþykkti á fundi 1. júní sl. að styrkja 11 verkefni af þeim 22 sem sent höfðu inn umsók. Heildarupphæð úthlutaðra styrkja var 19,1 mkr. Þeir sem hlutu styrki eru: 1. Aukin arðsemi hrognavinnslu með aukinni skynjara-og upplýsingatækni, 3,0 mkr. 2. Margmiðlunartorg, 2,5 mkr. 3. Hlývatnseldi á hvítfiski, 1,1 mkr. 4. Vetrarferðir í Skaftárhrepp,
Fimmtudaginn 10. júní kl. 20:30 verður haldinn í Hvoli á Hvolsvelli fundur um Landeyjahöfn og málefni tengd henni, staða framkvæmda, framtíðarhorfur og tækifæri.
Fjölmiðlateymi Samhæfingarstöðvar Almannavarna hefur tekið saman bækling sem nefnist „Hætta á heilsutjóni vegna gosösku – „Leiðbeiningar fyrir almenning“. Bæklinginn má finna hér á heimasíðu almannavarna
Í gær mánudaginn 3. maí var undirritaður Menningarsamningur fyrir 2010 á milli mennta-og menningarmálaráðherra og Sambands sunnlenskra sveitarfélaga. Auk þess var úthlutað menningarstyrkjum til liðlega 90 verkefna. Hæsta styrkinn að þessu sinni féll í skaut Friðriks Erlingssonar og Gunnars Þórðarsonar fyrir verkefnið "Ragnheiður" ný íslensk ópera í fullri lengd. Dagskráin fór fram við hátíðlega athöfn
Miðvikudaginn 7. apríl verða sóknaráætlanir landshluta lagðar fram á opnum fundi í Háskólanum á Akureyri. Forsætisráðherra setur fundinn og í framhaldinu gera fulltrúar landshlutasamtaka sveitarfélaga grein fyrir niðurstöðum þjóðfunda á viðkomandi sóknarsvæðum og kynna drög að sóknaráætlunum landshlutans. Fundurinn hefst kl. 13:00 og er áætlað að honum ljúki um kl. 16:15
Í viðhengi hér fyrir neðan er að finna helstu niðurstöður Þjóðfundarins á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands halda til haga öllum þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum og vinna nú að undirbúningi Sóknaráætlunar fyrir Suðursvæði. Sóknaráætlunin verður síðan hluti af Sóknaráætlun fyrir Ísland sem áætlað er að leggja fram á Alþingi haustið
Hér að ofan undir dálknum myndasafn, eru komnar myndir af Þjóðfundinum.
Verkefnisstjórn 2. áfanga Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði boðar til opins kynningarfundar í Skriðu, húsakynnum Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð þriðjudaginn 9. mars kl. 14:00. Þar verða kynntar niðurstöður faghópa verkefnisstjórnar sem metið hafa svæði og virkjunarkosti, hver á síðu sérsviði. Fundurinn verður sendur út á netinu og er
Þjóðfundur á Suðurlandi, sem hluti af fundarröð Sóknaráætlunar 20/20, verður haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurlands, laugardaginn 6. mars frá kl. 11:00 til 18:00. Til fundarins er boðið hópi Sunnlendinga sem valdir eru úr þjóðskrá af handahófi. Auk þess er boðið til fundarins fulltrúum hagsmunaaðila á Suðurlandi. Til að fundurinn nái markmiðum sínum þarf að tryggja ákveðinn
Um 80 manns sóttu þjóðfund í Fjölbrautaskóla Suðurlands sl. laugardag. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel. Hópnum var skipt niður á 9 borð og fóru fram fjörugar umræður og hugmyndirnar streymdu fram. Niðurstöður voru að sama skapi fjölbreyttar og verða þær settar inn hér á vefinn um leið og búið er að vinna úr