Boðinn verður út á næstu vikum vegarkaflinn á Suðurlandsvegi. Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tilkynnti þetta á málstofu Vegagerðarinnar og ráðuneytisins 27. Janúar sl. Verkið felst í breikkun milli Fossvalla í Lögbergsbrekku ofan við Lækjarbotna og Draugahlíðarbrekku austan við Litlu kaffistofuna. Lengd útboðskafla er um 6,5 km. Að vestan tengist kaflinn núverandi þriggja akreina
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga boða til sameiginlegs kynningarfundar um nýjar leiðir til að efla sveitarstjórnarstigið, í Tryggvaskála á Selfossi, fimmtudaginn 28. janúar klukkan 16.30. Fundurinn er haldinn í kjölfar þess að nýlega undirrituðu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga yfirlýsingu um að skipa samstarfsnefnd til að ræða
Ný lög um skipulag ferðamála tóku gildi 1. janúar sl. og hefur ráðherra skipað nýtt ferðamálaráð til fjögurra ára. Nýr formaður er Svanhildur Konráðsdóttir. Varaformaður er Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri í Árborg. Einnig voru skipuð í ferðamálaráð Ásbjörn Jónsson hótelstjóri á Hótel Selfoss og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði.
430. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 11. desember 2009 kl. 11.30 Mætt: Sveinn Pálsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Elliði Vignisson ( í símasambandi), Ólafur Eggertsson, Aðalsteinn Sveinsson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Árni Rúnar Þorvaldsson og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Dagskrá 1. Fundargerð menntamálanefndar SASS frá 18. nóvember sl. Afhending menntaverðlauna Suðurlands
429. fundur stjórnar SASS haldinn að Austurvegi 56, Selfossi, föstudaginn 13. nóvember 2009 kl. 12.00 Mætt: Sveinn Pálsson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Elliði Vignisson ( í fjarfundarbúnaði), Ólafur Eggertsson, Ragnar Magnússon (varamaður Aðalsteins Sveinssonar), Árni Rúnar Þorvaldsson (í síma) og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Guðmundur Þór Guðjónsson boðaði forföll. Dagskrá 1. Fundargerð aðalfundar SASS
Föstudaginn 13. nóvember verður haldið í Rauða húsinu á Eyrarbakka málþing um „Alþýðufræðslu á Íslandi í 120 ár” Þar munu leiða saman hesta sína undir stjórn Ólafs Proppé fv. rektors einvala lið manna sem mun fara yfir málið í sem víðasta samhengi. Fulltrúi frá farskólanum ríður á vaðið og síðan verður smám saman farið í
Söfn um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina 5. – 8. nóvember 2009. Yfirskrift dagskrárinnar verður Safnahelgi á Suðurlandi með undirtitilinum Matur og menning úr héraði því auk hins sögulega og menningarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýjar hefðir í matargerðarlist í héraðinu. Það eru Samtök safna á
Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var haldið 15. og 16. október sl á Höfn í Hornafirði. Þingið tókst í alla staði mjög vel. Á þinginu voru haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurlands. Á ársþinginu voru samþykktar fjölmargar ályktanir um hin ýmsu hagsmunamál landshlutans. Þá var kosið í stjórnir, ráð og nefndir. Í
428. fundur stjórnar SASS haldinn á Hótel Höfn miðvikudaginn 14. október 2009 kl. 19.00 Mætt: Sveinn Pálsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Reynir Arnarson, Margrét Katrín Erlingdóttir, Elliði Vignisson, Guðmundur Þór Guðjónsson, Unnur Brá Konráðsdóttir og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Auk þeirra sátu Alda Alfreðsdóttir og Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir starfsmenn SASS fundinn. Dagskrá: 1. Skipan
Ársþing SASS verður haldið á Höfn í Hornafirði 15. og 16. október nk. Á ársþinginu verða haldnir aðalfundir SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, Skólaskrifstofu Suðurlands og Sorpstöðvar Suðurland, sbr. meðfylgjandi dagskrá. Dagskrá ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga 15. og 16. október 2009 á Hornafirði Fimmtudagur 15. október 8.30 – 9.00 Skráning fulltrúa 9.00 –