fbpx

Á morgun þriðjudaginn 7. nóvember verður haldinn fundur um nýjar hugmyndir vegna Suðurlandsvegar og uppbyggingar umferðarmannvirkja. Fundurinn fer fram í Tryggvaskála á Selfossi frá kl. 12:00-13:40. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

 

Stefanía Katrín Karlsdóttir bæjarstjóri Árborgar setur fundinn. Framsögumenn verða Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá, Einar Guðmundsson forstöðumaður Sjóvá Forvarnarhúss og Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB. Í lok fundarins verða pallborðsumræður þar sem m.a. verður rætt um nýjungar í framkvæmd og fjármögnun vegaframkvæmda. Í umræðunum taka þátt Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra, Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá, Stefanía Katrín Karlsdóttir bæjarstjóri Árborgar og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri SASS. Árni Magnússon deildarstjóri hjá Glitni stýrir umræðum.

 

 

Að fundinum standa Sjóvá, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Árborg, Hveragerðisbær, Ölfus  og Grímsnes- og Grafningshreppur.