fbpx

7. fundur Velferðarmálanefndar SASS

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,

miðvikudaginn 30. apríl 2008 kl. 12.00.

Mætt: Unnur Þormóðsdóttir, Gísli Kjartansson, Elfa Dögg Þórðardóttir, Hildur Hermannsdóttir og Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Margrét Rós Ingólfsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá

  1. Samantekt um málefni innflytjenda 11. apríl sl.

Sveitarfélögin hvött til að móta sér stefnu í málefnum innflytjenda. Framkvæmdastjóra falið taka saman minnisblað um málið og senda sveitarfélögunum.

 

  1. Störf starfshópa um aukna samvinnu í velferðarþjónustu á Suðurlandi. Lagðar fram fundargerðir starfshóps um samstarf ríkis og sveitarfélaga um þjónustu í heimahúsum frá 2. og 14. apríl sl. Fyrir liggja tilögur um verkferla vegna samþættingar heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu Sog verkferla umheilsueflandi heimsóknir til aldraðra íbúa.

Samþykkt að senda sveitarfélögunum og heilbrigðisstofnunum erindi með þesssum upplýsingum.

Starfshópur um skólamál mun funda 5. maí nk.

  1. Könnun á félagsþjónustu sveitarfélaganna.

Samþykkt að endurtaka könnun sem gerð var á síðasta ári til að fylgjast með þróun félagsþjónustunnar.

Fundi slitið kl. 13.20.

Unnur Þormóðsdóttir

Elfa Þórðardóttir

Gísli Kjartansson

Hildur Hermannsdóttir

Þorvarður Hjaltason