fbpx

Fundargerð:

7. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2017
Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Suðurlands
Þingborg í Flóahreppi, 8. september, kl. 13:00

Fundinn sátu Unnur Þormóðsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Páll Marvin Jónsson, Runólfur Sigursveinsson og Sveinn Sæland. Bryndís Björk Hólmarsdóttir boðaði forföll.

Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundssin framkv.stj. SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður verkefnastjórnar, Unnur Þormóðsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Þátttaka á fundi samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands

Þátttaka verkefnastjórnar á fundi samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands. Þátttakendur ásamt verkefnastjórn og ráðgjöfum á vegum SASS voru fulltrúar samráðsvettvangs Sóknaráætlunar Suðurlands auk kjörinna fulltrúa frá sveitarfélögunum á Suðurlandi. Kynningar voru haldnar á völdum verkefnum og unnið í hópastarfi að forgangsröðun markaða til næstu ára.

Fundi slitið kl. 16:00.