fbpx

589. fundur stjórnar SASS

Fjarfundur 
4. nóvember 2022, kl. 12:30 – 15:00

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, Grétar Ingi Erlendsson, Einar Freyr Elínarson, Árni Eiríksson og Arnar Freyr Ólafsson. Jóna Sigríður Guðmundsdóttir mætti í forföllum Njáls Ragnarssonar, Sandra Sigurðardóttir í forföllum Jóhönnu Ýrar Jóhannsdóttur og Bragi Bjarnason í forföllum Brynhildar Jónsdóttur. Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs tekur þátt í fundinum og ritar fundargerð.

1. Sóknaráætlun Suðurlands – menningarstyrkir Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 

Í byrjun október rann út umsóknarfrestur til að sækja um styrk í Uppbyggingarsjóð Suðurlands í síðari úthlutun ársins. Alls bárust 90 umsóknir og er það sami fjöldi umsókna og í fyrri úthlutun ársins. Umsóknirnar skiptust þannig; 62 umsóknir bárust í flokki menningarverkefna og 28 umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Fagráðin gerðu tillögu um að úthluta alls kr. 32.600.000,- til samtals 58 verkefna.

Fagráð menningar gerði tillögu um að veita 44 verkefnum styrk samtals að fjárhæð kr. 19.500.000,-. Þórður Freyr kynnir nánar vinnu fagráðs menningar og þær forsendur sem lágu til grundavallar tillögunum. Stjórn samþykkir tillögur fagráðsins óbreyttar.

Eftirfarandi menningarverkefni hljóta styrk:

Heiti verkefnis Umsækjandi Fjárhæð
ÁSTIN SEM EFTIR ER (SEINNI HLUTI) Home Soil ehf.       1.000.000    
Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands 2023 Góli ehf.       1.000.000    
Söngkeppni NFSu (Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands) Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir           900.000    
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands í Árnesi Góli ehf.           900.000    
Atvinna og virkni Anna Edit Dalmay           800.000    
60 ára – Afmælissýning Listasafns Árnesinga Listasafn Árnesinga           800.000    
,,Máttugar meyjar“ – bókmenntahátíð Konubókastofan, félagasamtök           700.000    
Blámi- myndlistasýning í Svavarssafni Menningarmiðstöð Hornafjarðar           700.000    
Ásgrímsleiðin Byggðasafn Árnesinga           600.000    
Norðurljósablús 2023 tónlistarhátíð Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar           600.000    
Þollóween Viðburðarfélagið Þollóween           500.000    
We are Vík – A picture of community Anna Marti Anguera           500.000    
Góða nótt – Vögguvísur í heimabyggð Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir           500.000    
Raddir úr Rangárþingi (ytra) Menningarfélagið Kári í jötunmóð           500.000    
Colors in the town Zoltán Barát           450.000    
Vox Celestice Júlíus Óttar Björgvinsson           450.000    
Skapað í smiðju Byggðasafn Árnesinga           400.000    
Krakka og ungmennaklúbbur Svavarssafns Menningarmiðstöð Hornafjarðar           400.000    
Listasmiðja Náttúrunnar með Gíslínu Dögg og Jónu Heiðu Gíslína Dögg Bjarkadóttir           400.000    
1000 Fætur / Á slóðum sunnlenskra sveitaballa Filmsýn ehf.           400.000    
Rithöfundakvöld MMH Menningarmiðstöð Hornafjarðar           350.000    
Gömlu leikföngin Vestmannaeyjabær           350.000    
Margt veður til í kvenna höndum Kvenfélagið Eining           350.000    
Plastúra Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnarson           350.000    
Pop-up sýningar á Suðurlandi Guðrún Arndís Tryggvadóttir           350.000    
Samstarf við kóra – Náttúruvernd og Friðarboðskapur  Bakkastofa ehf.           350.000    
„Sat við gluggann jólasveinn“ – jóladagskrá Byggðasafns Árn. Byggðasafn Árnesinga           300.000    
Gigg á Glæsivöllum Bryndís Sigurðardóttir           300.000    
Konukvöld Konubókastofu „Leyndardómur yndisþokkans“ Konubókastofan, félagasamtök           300.000    
Mannvist á Mýrum – Fornbýli í landslagi Menningarmiðstöð Hornafjarðar           300.000    
Menningarsmiðjan Brimrót á Stokkseyri Pétur Már Guðmundsson           300.000    
Heimildirnar, fræðsluverkefni Héraðsskjalasafn Árnesinga           300.000    
„Kannast þú við þennan Rangæing?“ Héraðsskjalasafn Árnesinga           300.000    
Part 2 Technology Upgrade of Natural History Collection The Beluga Operating Company ehf.           300.000    
MUUR Lind Draumland Völundardóttir           300.000    
Tónahátíð í Flóahreppi 2022 Flóahreppur           300.000    
Tónlistarferðalagið frá Ungverjalandi til Vestmannaeyja Júlíanna S. Andersen           300.000    
mmm-kvöld á aðventu Hveragerðisbær           250.000    
Summa og Sundrung – fræðsluefni Listasafn Árnesinga           250.000    
50 ár frá Heimaeyjargosinu í tali og tónum Vestmannaeyjabær           250.000    
Minningatónleikar Vosa Félag um Tyrkjaránssetur í Vestmannaeyjum           250.000    
Smiðjuþræðir – lokasýning og uppskeruhátíð Listasafn Árnesinga           200.000    
Eflandi leiklist á ströndinni Magnús Jóhannes Magnússon           200.000    
„caroling“ söngur Erna Gísladóttir           200.000    

Umræður um styrkveitingar í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna eru færðar aftur fyrir síðasta fundarlið.

2. Skýrsla formanns

Ásgerður upplýsir um samskipti og fundi sem hún hefur sótt sem formaður SASS, s.s. með framkvæmdarstjórum og formönnum landshlutasamtaka, Sambandinu, Innviðaráðherra, Íslandsstofu og fjárlaganefnd Alþingis. Í tengslum við ársþing SASS á Höfn fundaði stjórn með bæjarstjórn sveitarfélagsins Hornafjarðar. Eru bæjarstjórninni færðar bestu þakkir fyrir móttökurnar. Jafnframt upplýsir Ásgerður að nú stendur yfir vinna með niðurstöður ársþingsins, s.s. áherslupunkta nefnda ársþingsins og tillögur að verkefnum. Verður nánar fjallað um þá vinnu á næsta fundi stjórnar.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerðir 20. og 21. fundar Stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál, fundargerðir 41. og 42. fundar stjórnar SSNE, fundargerð 84. fundar stjórnar SSNV og fundargerð fagráðs umhverfismála SSNE.

Grétar og Arnar yfirgefa fundinn að fundarlið loknum.

4. Sóknaráætlun Suðurlands – atvinnu- og nýsköpunarstyrkir Uppbyggingarsjóðs Suðurlands 

Eins og fram kemur undir 1. dagskrárlið bárust sjóðnum 28 umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Fagráð atvinnu- og nýsköpunar gerði tillögu um að úthluta alls kr. 13.100.000,- til samtals 14 verkefna.

Þórður Freyr kynnir nánar vinnu fagráðs atvinnu- og nýsköpunar og þær forsendur sem lágu til grundavallar tillögunum. Stjórn samþykkir tillögur fagráðsins óbreyttar.

Eftirtalin atvinnu- og nýsköpunarverkefni hljóta styrk:

Heiti verkefnis Umsækjandi Fjárhæð
Afurðagerð og vörumerkjaþróun fyrir lífefnavinnslu Langa ehf.       2.000.000    
Hvítur Hrafnkell Guðnason       1.500.000    
Veiðar á rauðátu við Suðurströndina Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses       1.500.000    
Íshampur (framhaldsumsókn) Últra ehf.       1.000.000    
Framleiðsla gæludýrafóðurs Fiskafurðir-umboðssala ehf       1.000.000    
Smjer II Smjer ehf.       1.000.000    
BALI – hestastudd meðferð fyrir erlenda gesti Þorkatla Elín Sigurðardóttir           850.000    
Plöntuostar – markaðssókn Livefood ehf.           850.000    
Frostþurrkað snarl úr íslensku grænmeti Frostþurrkun ehf.           700.000    
Rabbarbarafreyðivín Þórólfur Sigurðsson           700.000    
Íslandsflugur Íslandsflugur ehf.           700.000    
Vik: Love at first bite! Marketing for Arctic Macarons Vincent Armand Cornet           500.000    
Sunnlenskar konur á kortið! Herdís Friðriksdóttir           500.000    
Bókviti Esther Bergsdóttir           300.000    

 

Samantekið 1. og 4. dagskrárliður er snúa að úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands.  Heildarfjöldi umsókna taldi 90 umsóknir. 62 umsóknir bárust í flokki menningarverkefna og 28 umsóknir í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Veittir styrkir samtals kr. 19.500.000,- til 44 menningarverkefna og kr. 13.100.000,- til 14 atvinnu- og nýsköpunarverkefna. Veittir styrkir samtals kr. 32.600.000,- til 58 verkefna.

Öllum umsækjendum eru færðar þakkir fyrir innsendar umsóknir og óskað velfarnaðar með sín verkefni. Styrkþegum er óskað til hamingju með veitta styrki.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Selfossi 2. desember nk. kl. 12:30.

 

Fundi slitið kl. 14:15

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Einar Freyr Elínarson

Margrét Harpa Guðsteinsdóttir

Sandra Sigurðardóttir

Bragi Bjarnason

Grétar Ingi Erlendsson

Arnar Freyr Ólafsson

Árni Eiríksson

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

589. fundur stj. SASS