fbpx

579. fundur stjórnar SASS

Fjarfundur

4. mars 2022, kl. 13:00-14:20

Þátttakendur: Ásgerður Kristín Gylfadóttir formaður, Helgi Kjartansson varaformaður, Arna Ír Gunnarsdóttir, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Friðrik Sigurbjörnsson, Ari Björn Thorarensen, Einar Freyr Elínarson, Grétar Ingi Erlendsson og Lilja Einarsdóttir. Þá taka þátt Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs og Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritar fundargerð. Fundarmenn tengjast fundinum í gegnum fjarfundarhugbúnað.

Formaður býður fundarmenn velkomna.

1. Fundargerð

Fundargerð 578. fundar staðfest, verður undirrituð síðar.

2. Sóknaráætlun Suðurlands 

Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Formaður kynnir að alls hafi borist 90 umsóknir í sjóðinn í fyrri úthlutun ársins 2022. Fjöldi umsókna í flokknum menningarverkefni eru 59 og í flokknum atvinna- og nýsköpun 31.

Skipan fagráða

Stjórn staðfestir skipan eftirtalinna í fagráðin sem yfirfara umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands:

Fagráð menningarstyrkja 2022:

  • Inga Lára Baldvinsdóttir, sagnfræðingur
  • Marteinn Steinar Þórsson, kvikmyndagerðarmaður
  • Inga Jónsdóttir, myndlistarkona og dipl. í verkefnastjórnun

Varamaður: Aðalheiður M. Gunnarsdóttir, tónlistarkennari og söngkona

 

Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkja 2022:

  • Helga Björk Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri leikskólans Sóla
  • Bergsteinn Einarsson, eigandi og framkvæmdarstjóri Set ehf.
  • Laufey Helgadóttir, ferðaþjónustubóndi að Smyrlabjörgum

Varamaður: Guðmundur H. Gunnarsson, aðstoðarmaður forstjóra, Skinney-Þinganes hf.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir m.a. stjórna annarra landshlutasamtaka

Lagðar fram til kynningar; fundargerðir 33. og 34. funda stjórnar SSNE, fundargerð 536. fundar stjórnar SSH og 2. fundar stefnuráðs byggðalaga og 104. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 11. – 13. funda stjórnar SSA og fundargerðir 122. – 123 funda Austurbrúar, fundargerð 776. fundar stjórnar SSS, fundargerð 73. fundar stjórnar SSNV, fundargerð 78. fundar stýrihóps stjórnarráðsins og fundargerð 906. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélag.

b. Skýrsla framkvæmdarstjóra

Framkvæmdastjóri kynnir helstu verkefni í liðnum mánuði og hvað framundan sé.

Stjórn samþykkir að bjóða framvegis þingmönnum Suðurkjördæmis á mánaðarlega kynningarfundi stjórnar með kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum á Suðurlandi.

c. Umsóknir SASS um styrki til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða

Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri kynna minnisblað með kynningu á C.1. verkefninu og fjórum framkomnum hugmyndum SASS að umsóknum í C.1. verkefnið Sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða 2022.

Stjórn samþykkir að SASS sendi frá sér þrjár umsóknir en þær tengjast: Þekkingarsetrinu að Laugarvatni, Halldórsbúð í Vík og framhaldsumsókn um lýðfræðilega þróun miðsvæðisins.

d. Umdæmisráð barnaverndar

Formaður kynnir að gildistöku laganna hefur verið frestað þar til í haust.

Stjórn SASS sendi erindi um umdæmisráð barnaverndar til aðildarsveitarfélaganna dags 18. janúar sl. Á fundi stjórnar Skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings (SVÁ) sem haldinn var í Hveragerði þann 15. febrúar 2022 var eftirfarandi samþykkt samhljóða: Stjórninni hafa borist bókanir frá sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga SVÁ varðandi erindi frá SASS um stofnun umdæmisráðs barnaverndar. Stjórn er sammála um að umdæmisráð megi ekki vera minna en sem svarar til starfssvæðis SASS og trúlega stærra. Við hvetjum formann og framkvæmdastjóra SASS og Sambands ísl. sveitarfélaga til að vinna að stofnun umdæmaráðs/ráða.

Önnur sveitarfélög sem aðild eiga að samtökunum og svarað hafa erindi SASS um skipulag umdæmisráðs barnaverndar eru einnig þeirrar skoðunar að vinna beri að stofnun ráðs/ráða líkt og fram kemur í bókun SVÁ.

Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að fylgjast með framgangi málsins en stofnaður verður starfshópur um málið með aðkomu ráðuneytisins og Barna- og fjölskyldustofu sem mun leggja fram tillögur að innleiðingu laganna.

e. Erindi frá Hrafnkeli Guðnasyni

Formaður kynnir erindi sem stjórn hefur borist frá Hrafnkeli Guðnasyni um tilboð um samning um vinnu við ráðgjöf og eftir atvikum önnur störf fyrir samtökin. Stjórn þakkar erindið. Frá ársbyrjun 2016 hafa samtökin verið með samninga við samstarfsaðila s.s. þekkingarsetrin á Suðurlandi og hefur reynslan af því verið góð. Áfram verður haldið á þeirri braut en jafnframt verður, eins og verið hefur, leitað að sérfræðiþekkingu frá öðrum við einstök verkefni þegar þörf krefur.

Framkvæmdastjóra falið að svara erindi Hrafnkels.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn föstudaginn 1. apríl nk. kl. 13:00. Um staðfund verður að ræða.

 

Fundi slitið 14:20

 

Ásgerður Kristín Gylfadóttir

Helgi Kjartansson

Lilja Einarsdóttir

Jóna Sigríður Guðmundsdóttir

Friðrik Sigurbjörnsson

Arna Ír Gunnarsdóttir

Grétar Ingi Erlendsson

Ari Björn Thorarensen

Einar Freyr Elínarson

579. fundur stj. SASS