fbpx

544. fundur stjórnar SASS 
haldinn að Austurvegi 56 Selfossi 
1. mars 2019, kl. 13:00 – 16:00 

Mætt: Eva Björk Harðardóttir, formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir, Ari Björn Thorarensen, Helgi Kjartansson, Grétar Erlendsson, Arna Ír Gunnarsdóttir, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Friðrik Sigurbjörnsson og Lilja Einarsdóttir sem varamaður Bjarkar. Björk Grétarsdóttir boðaði forföll. Þá sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Á fundinn komu einnig, undir dagskrárlið tvö frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) Herdís Gunnarsdóttir forstjóri og Cecilie B. H. Björgvinsdóttir mannauðsstjóri. Undir dagskrálið þrjú komu Kristín Þórðardóttir sýslumaður á Suðurlandi og Ragnheiður Högnadóttir fjármálastjóri og aðalbókari hjá embættinu. Undir dagskrárlið fjögur kom Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmanneyjum og undir dagskrárlið sjö j. kom Gísli Gíslason ráðgjafi hjá Eflu.

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

1. Fundargerðir

Fundargerð 543. fundar undirrituð

2. Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Fulltrúar HSU kynntu m.a. hvernig mönnun er háttað, að staða yfirmanns sjúkraflutninga sé laus til umsóknar, í ársreikningi stofnunarinnar verður framvegis fjallað um sveitarfélögin fimmtán á Suðurlandi og einnig fór hún yfir fjarheilbrigðisþjónustuverkefni sem eru í gangi og hvað hafi áunnist í málaflokknum. Ákveðið var að þekkjast boð Herdísar um að fá m.a. Sigurð Árnason lækni til að kynna þau fjarheilbrigðisþjónustuverkefni sem eru í gangi, stöðu þeirra og næstu skerf. Formaður þakkaði þeim fyrir komuna og hlakkaði til áframhaldandi góðs samstarfs við stofnunina.

3. Sýslumaðurinn á Suðurlandi

Sýslumaðurinn á Suðurlandi, Kristín Þórðardóttir kynnti embættið en hún er nú einnig settur sýslumaður í Vestmannaeyjum. Hún fór yfir mikilvægi embættisins í samfélaginu og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir. Formaður áréttaði mikilvægi þess að embættið, samtökin og sveitarfélögin í landshlutanum ynnu áfram þétt saman um sameiginleg verkefni. Sýslumaðurinn tók undir sjónarmið formannsins og hlakkaði til áframhaldandi góðs samstarfs.

4. Lögreglustjórinn í Vestmanneyjum

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum, Páley Borþórsdóttir kynnti embættið. Fjallaði hún um mikilvægi embættisins í samfélaginu í Vestmanneyjum og þær áskoranir sem það stendur frammi fyrir sem er m.a. mikill fjöldi mála. Formaður áréttaði mikilvægi þess að embættið og samtökin ynnu áfram þétt saman og tók dæmi um tvö ný áhersluverkefni Sóknaráætlunar Suðurlands sem unnið er að en annað tengist forvörnum gegn vímuefnum og hitt náttúruvá og skipulagi en áður hafa aðilar unnið að útgáfu bæklings um heimilisofbeldi. Lögreglustjórinn tók undir sjónarmið formannsins og hlakkaði til áframhaldandi góðs samstarfs.

5. Almenningssamgöngur – Ferðumst saman

Formaður og framkvæmdastjóri fór yfir drög að stefnu ríkisins í almenningssamgöngum sem nýlega var birt á samráðsgátt stjórnarráðsins. Fram kom á kynningarfundi um stefnuna að vilji ráðherra málaflokksins er að þegar komi að gerð nýrra samninga um almenningssamgöngur komi landshlutasamtökin saman að samningaborðinu við Vegagerðina. Umræður um mikilvægi verkefnisins í byggðaþróun.
Nánar verður rætt um málið á næsta fundi stjórnar. Framkvæmdastjóra falið að senda umsögn um drög að stefnu í almenningssamgöngum.

6. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi

a. Frumvarp til laga til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (lenging fæðingarorlofs), 154. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0154.html
Lagt fram til kynningar.

b. Frumvarp til laga um búvörulög (afurðarstöðvar í kjötiðnaði), 295. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0338.html
Lagt fram til kynningar.

c. Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0835.html
Stjórn SASS fagnar framkominni stefnu og leggur áhersla á að aðgerðaáætlunin verði að fullu fjármögnuð en einungis þannig getur metnaðarfull heilbrigðisstefna orðið að veruleika.

d. Tillaga til þingsályktunar um velferðartækni, 296. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0343.html
Lagt fram til kynningar.

e. Tillaga til þingsályktunar um vistvæn opinber innkaup á matvöru, 43. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0043.html
Lagt fram til kynningar.

f. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 184. mál.
Þingskjal: https://www.althingi.is/altext/149/s/0187.html
Lagt fram til kynningar.

7. Önnur mál til kynningar og umræðu

a. Fundargerðir stjórna annarra landshlutasamtaka og sambandsins
Lagðar fram til kynningar, fundargerð 317. fundar stjórnar Eyþings, 8. og 9. funda stjórnar SSA og aukaaðalfundar SSA, 41. fundar stjórnar SSNV, 741. fundur stjórnar SSS, 868. fundar sambandsins og 49. og 50. funda stýrihóps um byggðamál.

b. Drög að samningi við Kirkjubæjarstofu
Fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi við Kirkjubæjarstofu eru samþykkt af stjórn og framkvæmdastjóra er falið að ganga frá honum.

c. Erindi frá HSK um að samtökin gefi verðlaunabikara
Framkvæmdastjóri kynnti erindi sem barst frá HSK um að samtökin gefi verðlaunabikara tengt kjöri á íþróttamönnum ársins, einn fyrir konur og annan fyrir karla.
Stjórn getur ekki orðið við þessu.

d. „Landfræðilegt og efnahagslegt litróf landbúnaðar á Íslandi“
Skýrsla sem Vífill Karlsson, ráðgjafi hjá SSV, tók saman fyrir landshlutasamtökin og atvinnuþróunarfélögin lögð fram til kynningar.

e. „Landstólpinn“ – samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar
Byggðstofnun óskar eftir tilnefningum til samfélagsviðurkenningar Landstólpans fyrir 15. mars nk., sbr. á vef stofnunarinnar (hér).

f. Skipan Ungmennaráðs Suðurlands í starfshópa um húsnæðisúrræði við FSu og Samgöngunefnd SASS
Í Samgöngunefnd SASS hefur Ungmennaráð Suðurlands skipað: Þórunni Ösp Jónasdóttur, Sveitarfélaginu Árborg og til vara Jón Martein Arngrímsson, Grímsnes- og Grafningshreppi.
Í starfshóp um húsnæðisúrræði við FSu hefur Ungmennaráð Suðurlands skipað: Nóa Mar Jónsson, Hrunamannahreppi og til vara Kristínu Ósk Baldursdóttur, Rangárþingi eystra.

g. Sóknaráætlun Suðurlands
SASS hefur sent erindi á sveitarfélögin um skipan fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Suðurlands og er skilafrestur til 11. mars nk. Umræður um hvort fleiri verkefni eigi heima innan Sóknaráætlunar landshlutanna.
Verið er að vinna tillögu að verklagi og gera útboðsgögn fyrir ráðgjafa vegna stefnumótunar fyrir Sóknaráætlun Suðurlands 2020 – 2024. Ráðgjafafyrirtækið Evris er að vinna að úttekt fyrir Stýrihóp stjórnarráðsins á framkvæmd Sóknaráætlana 2015 – 2019 og leggja mat á hvort markmið samninganna hafi náð fram að ganga. Áætlað er að þeirri vinnu verði lokið 1. maí nk.
Umræða um verkefni byggðaáætlunar með áherslu á styrki vegna sértækra verkefna Sóknaráætlunarsvæða (C1). Verið er að kalla eftir tillögum og er skilafrestur til SASS 7. mars nk.
Farið var yfir verkefni byggðaáætlunar, Náttúrvernd og efling byggða (C9). Tilgangur verkefnisins er að greina tækifæri og mögulegan ávinning í héraði af þjónustu sem byggist á nýtingu og umsjón friðlýstra svæða, svo sem í náttúrutengdri ferðaþjónustu. Verið er að kalla eftir tillögum sbr. heimsíðu SASS og er skilafrestur til 12. mars nk.

h. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Boðað hefur verið til XXXIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 29. mars nk.
Meginumræðuefni landsþingsins verða þessi:

  1. Húsnæðismál  Fjallað verður um húsnæðismarkaðinn og þá sérstaklega niðurstöður átakshóps um húsnæðismál og framkvæmd tillagna hópsins, húsnæðismál á landsbyggðinni og húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.
  2. Samgöngumál  Samgönguáætlun verður kynnt og einnig verður fjallað um fyrirhuguð veggjöld sem hafa verið mikið í umræðunni þar sem leidd verða fram rök með og á móti þeim.
  3. Kjaramál  Launaþróun verður skoðuð sem og sú kjarasamningsvinna sem er framundan. Að auki verður farið yfir skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði og hvað sveitarfélögin geta lagt af mörkum.

i. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Formaður sagði frá fundi sem forsætisráðuneytið stóð fyrir en þar voru heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna kynnt. Spurning hvort áhugi sé hjá sveitarfélögum um að setja á fót samstarfsvettvang um hvernig innleiðingu heimsmarkmiðanna getur verið háttað.

j. Svæðisskipulag Suðurhálendis – forathugnun
Gísli Gíslason ráðgjafi hjá Eflu kynnti hugmyndir að verklagi við forathugun á svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið en á ársfundi SASS 2018 var samþykkt að kanna hug sveitarfélaga á Suðurlandi, þ.e. þeirra sem land eiga að hálendi Suðurlands, að gerð svona skipulags. Verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands.
Stjórn samþykkir að skipa formann og varaformann SASS í verkefnisstjórn.

Næsti fundur stjórnar verður föstudaginn 4. apríl nk.

Fundi slitið kl. 16:05.

Eva Björk Harðardóttir
Jóna Sigríður Guðmundsdóttir
Arna Ír Gunnarsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Helgi Kjartansson
Grétar Erlendsson
Ásgerður Kristín Gylfadóttir
Ari Björn Thorarensen
Friðrik Sigurbjörnsson