fbpx

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA

531. fundur stjórnar SASS
Haldinn að Austurvegi 56, Selfossi
6. apríl 2018, kl. 12:00-15:00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson formaður, Unnur Þormóðsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Anna Björg Níelsdóttir, Sæmundur Helgason, Lilja Einarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson. Páll Marvin Jónsson tengdist fundinum með fjarfundabúnaði. Einnig sat fundinn Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á fund stjórnar.

1. Fundargerð

Fundargerð 530. fundar undirrituð.

2. Sóknaráætlun Suðurlands 

a) Staðfesting á fyrri úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands 2018
Alls bárust sjóðnum 133 umsóknir. Stjórn SASS staðfestir úthlutun verkefnastjórnar Sóknaráætlunar Suðurlands eins og hún kemur fram í fundargerð 2. fundar verkefnastjórnar sem haldinn var 3. apríl sl. Samþykkt er að veita 88 verkefnum styrk, samtals fyrir um 50 m.kr. Samþykkt var að veita 36 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna, samtals að fjárhæð 24.700.000, kr. og 52 verkefnum í flokki menningarverkefna, samtals að fjárhæð 24.759.000 kr.

b) Staða verkefna sem styrk hafa fengið úr Uppbyggingarsjóði Suðurland
Sviðsstjóri kynnti stöðu verkefna sem hafa fengið styrki úr síðustu úthlutunum sjóðsins.

c) Staða áhersluverkefna
Sviðsstjóri kynnti stöðu áhersluverkefna frá árunum 2016, 2017 og 2018.

3. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi 

a) Umsögn um tillögu til þingsályktunar um umhverfismat fyrir gerð láglendisvegar um Mýrdal, 239. mál.
Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0335.html.
Stjórn SASS hvetur til þess að þingsályktunin verði samþykkt.

b) Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála, 389. mál.
Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0539.html.
Stjórn SASS gerir athugasemdir við að vægi landshlutasamtaka og Sambands íslenskra sveitarfélaga sé jafn mikið og fram kemur í frumvarpinu og að hvergi sé minnst á aðkomu sveitarfélaganna í lagatextanum. Jafnframt gerir stjórn SASS athugasemd við 10. grein laganna, þar sem vegið er að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaganna.

c) Umsögn um frumvarp til laga lögheimili og aðsetur, 345. mál.
Þingskjal: http://www.althingi.is/altext/148/s/0459.html
Stjórn SASS tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

4. Önnur mál til kynningar og umræðu

a) Fundargerð annarra landshlutasamtakaLögð fram til kynningar fundargerð Eyþings frá 21. mars sl.

b) ÖB Brugghús – erindi frá Jóni Elíasi Gunnlaugssyni stofnanda Ölvisholts brugghúss
Lagt fram til kynningar.

c) Fundur starfshóps um almenningssamgöngur með fulltrúum landshlutasamtaka 13. mars sl.

Fundargerð lögð fram til til kynningar.

 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Höfn fimmtudaginn 3. maí nk. kl. 18:30 – 21:00.

Fundi slitið kl. 14:00.

Gunnar Þorgeirsson
Unnur Þormóðsdóttir
Eva Björk Harðardóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Sæmundur Helgason
Anna Björg Níelsdóttir
Lilja Einarsdóttir
Páll Marvin Jónsson
Eggert Valur Guðmundsson
Þórður Freyr Sigurðsson

531. fundur stjórnar SASS (.pdf)