fbpx

SAMTÖK SUNNLENSKRA SVEITARFÉLAGA

527. fundur stjórnar SASS
haldinn að Austurvegi 56 Selfossi
7. desemberr 2017, kl. 12:00-15:00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson formaður, Unnur Þormóðsdóttir, Eva Björk Harðardóttir, Lilja Einarsdóttir, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Páll Marvin Jónsson og Ari B. Thorarensen. Sæmundur Helgason tengdist fundinum með fjarfundabúnaði. Anna Björg Níelsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson forfölluðust. Einnig sat fundinn Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri SASS, sem jafnframt ritaði fundargerð. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðsstjóri þróunarsviðs, Hrafn Sævaldsson, ráðgjafi hjá Þekkingarsetrinu í Vestmanneyjum, Páll Snævar Brynjarsson, framkvæmdastjór SSV og Vífill Karlsson, ráðgjafi hjá SSV komu á fundinn undir lið 2.

Formaður bauð fundarmenn velkomna á fund stjórnar.

1. Fundargerð
Fundargerð 526. fundar undirrituð.

2. Íbúakönnun á Suðurlandi

Vífill Karlsson, ráðgjafi hjá SSV og dósent við Háskólann á Akureyri kynnti drög að niðurstöðu íbúakönnunar á Suðurlandi sem gerð var í september og október sl. Kannaður var hugur Sunnlendinga til m.a. búsetuskilyrða, aðstæðna á vinnumarkaði ásamt nokkrum lykilþáttum venjulegra íbúa eins og hamingju þeirra og hvort þeir eru á förum frá landshlutanum. Sambærileg könnun hefur verið unnin fyrir Vesturland, starfssvæði SSV, Reykjanes, starfssvæði SSS, Norðurland vestra á starfssvæði SSNV og á Vestfjörðum, starfssvæði Fjórðungssambands Vestfjarða. Könnunin er afar áhugaverð og gefur góða innsýn í hug íbúa til nærumhverfisins og hvaða málefni skipta þá mestu máli. Niðurstöður könnunarinnar verður fljótlega sendar á aðildarsveitarfélögin og með þeim mun fylgja kynningarmyndband þar sem Vífill fer yfir helstu niðurstöður. Könnunin verður einnig aðgengileg á heimasíðu SASS.

Vífill mun áfram vinna úr fyrirliggjandi niðurstöðum og gerir ráð fyrir að í febrúar nk. verði til skýrsla þar sem niðurstöður frá framangreindum landshlutum verða bornar saman.

Stjórn þakkaði fyrir áhugaverða kynningu og vísaði nánari útfærslu við kynningu á niðurstöðum til starfsmanna SASS.

3. Önnur mál til kynningar og umræðu

  1. Fundargerð annarra landshlutasamtakaLagðar fram til kynningar, fundargerð FV frá 17. nóvember sl., fundargerð aðalfundar Eyþings 10. og 11. nóvember sl., fundargerðir stjórnar SSA 13. nóvember sl. og aðalfundargerð 29. – 30. september sl. og fundargerð Sambandsins nr. 854 frá 27. október sl.
  2. AlmenningssamgöngurFramkvæmdastjóri fór yfir stöðuna en stöðugt er unnið að því að laga þjónustuna betur að þörfum notenda. Hann sagði jafnframt frá fundi sem nýlega var haldinn með starfsmönnun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, fulltrúum Vegagerðarinnar, stýrihóp um almenningssamgöngur og þremur fulltrúum landshlutasamtakanna. Á fundinum var m.a. farið yfir lögin um farþegaflutninga sem gildi tóku í sumar, áætlað tap hjá landshlutasamtökunum af rekstri almenningssamgangna á yfirstandandi ári og stöðu samninga. Almennt má segja að ánægja sé með þjónustuna en það er jafnframt ljóst að landshlutasamtökin geta ekki haldið rekstrinum áfram á komandi árum nema að til komi auknir fjármunir.Stjórn SASS áréttaði mikilvægi almenningssamgangna í byggðaþróun.
  3. Sóknaráætlun Suðurlands – Áhersluverkefni 2018Unnur, formaður verkefnisstjórnar Sóknaráætlunar, kynnti niðurstöðu 10. fundar verkefnastjórnar. Alls eru fram komnar 28 tillögur að áhersluverkefnum á árinu 2018. Helmingur tillagnanna eða 14 talsins voru innsendar tillögur af vef SASS. Aðrar tillögur voru tillögur ársþings samtakanna, ráðgjafa á vegum SASS og stjórnar SASS.

    Af innsendum tillögum var 9 hafnað eða vísað annað. Samþykkt var að fresta afgreiðslu 19 verkefna til næsta fundar verkefnastjórnar. Eftir atvikum er kallað eftir frekari upplýsingum, breytingum á verkefnatillögum eða vinna að nánari útfærslu verk-, tíma- og kostnaðaráætlunum.

     

  4.  ART verkefniðFormaður og framkvæmdastjóri fóru yfir stöðu verkefnisins. Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að félags- og jafnréttismálaráðherra gangi strax frá nýjum samningi um ART verkefnið og að gildistími hans sé til fimm ára þannig að hægt verði að eyða óvissu og halda áfram þessu mikilvæga verkefni.
  5.  Faggilding samkvæmt mannvirkjalögumFormaður kynnti málið en samkvæmt samþykktum mannvirkjalögum er frá 1. janúar 2018 þess krafist að sveitarfélög hafi aðgang að faggildum aðilum til að sinna úttektum á byggingarstað. Ljóst er að reglugerðin er ekki tilbúin, mjög fáir aðilar á markaði hafa fengið löggildingu og að nýtt ákvæði mun bæði auka kostnað og flækjustig við byggingaframkvæmdir en hvoru tveggja mun leiða til aukins kostnaðar fyrir húsbyggjendur sem er þvert á fyrirætlanir ríkisins.

    Margt bendir til að gildistöku laganna verði frestað um einhvern tíma. Þrátt fyrir það beinir stjórn SASS því til aðildarsveitarfélaga að huga vel að hvað framangreint ákvæði hefur í för með sér og í framhaldi að ráðast í viðeigandi aðgerðir þannig að þau verði vel undirbúin við gildistöku laganna. 

Næsti fundur stjórnar verður haldinn á Kirkjubæjarklaustri 11. – 12. janúar nk. kl. 19:00 – 15:00.

Fundi slitið kl. 15:10.

Gunnar Þorgeirsson
Unnur Þormóðsdóttir
Eva Björk Harðardóttir
Páll Marvin Jónsson
Lilja Einarsdóttir
Sandra Dís Hafþórsdóttir
Sæmundur Helgason
Ari B. Thorarensen
Bjarni Guðmundsson

527. fundur stjórnar SASS (.pdf)