fbpx

5. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2019 
Austurvegi 56, 12. desember, kl. 13:00 

Mætt á fund: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Arna Ósk Harðardóttir, Runólfur Sigursveinsson, Elís Jónsson. Sveinn Sæland boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framkvæmdarstjóri SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs, sem jafnframt ritaði fundargerð.
Arna Ír setti fund og kallaði eftir athugasemdum um fundarboðið ef einhverjar væru. Svo var ekki og setti hún því fundinn.

1. Mælikvarðar og staða markmiða Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024

Til kynningar minnisblað um mælikvarða og stöðu markmiða í nýrri sóknaráætlun. Ljóst er að nálgast þarf stöðu mælanlegra markmiða með ólíkum hætti. Áfram verður unnið að gagnaöflun og framsetningu á stöðu markmiða í upphafi næsta árs. Samþykkt að vinna áfram á þessum grunni og stefna að framsetningu á stöðu markmiða á vef SASS.

2. Drög að aðgerðaráætlun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020 – 2024

Til kynningar drög að aðgerðaráætlun Sóknaráætlunar Suðurlands til næstu ára, sem tillögu að framsetningu á leiðum að settum markmiðum og aðferðarfræði til að nálgast stór markmið og brjóta niður í minni verkþætti yfir lengri tíma. Samþykkt að vinna drögin áfram samhliða mótun áhersluverkefna næsta árs.

3. Tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands 2020

Til umræðu fyrstu tillögur að áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands fyrir árin 2020 til 2024. Samþykkt að kynna möguleika aðila á að senda inn tillögur að verkefnum í gengum vef SASS. Samþykkt að skilafrestur á tilbúnum tillögum að áhersluverkefnum verði einni viku fyrir næsta fund verkefnastjórnar.

4. Efling sjálbærrar lýðfræðilegrar þróunar miðsvæðisins

Til kynningar staða verkefnisins, sem SASS fékk styrk til að vinna, sem er sértækt verkefni sóknaráætlanasvæða á vegum Byggðaáætlunar. Fyrsti áfangi fól í sér greiningar á lýðfræðilegri þróun sem unnin hefur verið í formi gagnatorgs um lýðfræðilega þróun á landinu öllu. Óskað hefur verið eftir athugasemdum frá ýmsum aðilum siðast liðnar vikur og stefnt að því að opna gagnatorgið formlega eftir þá yfirferð eða um næstu mánaðarmót.

5. Árangursmat styrkveitinga

Til kynningar niðurstöður úr árangursmati styrkþega vegna verkefna sem hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands á árinu 2017. Helstu niðurstöður eru þær í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna að styrkveitingar hafi skilað sér í 63% tilvika að ný vara eða ný þjónusta hefði verið sett á markað, í 73% tilvika að velta hafði eða muni aukast og að í 63% tilvika hefðu skapast ný störf. Í niðurstöðum um menningarverkefni að Uppbyggingarsjóður Suðurlands hafi styrkt verkefni eða viðburði sem samtals um 27 þúsund gestir mættu á og 80% verkefna hefðu annars ekki orðið að veruleika eða það óvíst, nema fyrir tilstilli styrkveitingar Uppbyggingarsjóðs. Samþykkt að vinna að árangursmati styrkveitinga vegna verkefna sem hlutu styrk á árinu 2018 í upphafi næsta árs

6. Hackathon á Suðurlandi – breyting á áður samþykktu áhersluverkefni

Lögð var fram tillaga til verkefnastjórnar að gerð verði breyting á verkefninu Nýsköpunarkeppni framhaldsskólanna á Suðurlandi – 1. áfangi (tilv.nr. 183011) skv. meðf. tillögu til verkefnastjórnar. Ekki reyndist grundvöllur til samstarfs um verkefnið með framhaldsskólunum og lagt er til að vinna að sama markmiði í formi nýsköpunarkeppnis, í formi sem almennt er kallað „Hackathon“.
Samþykkt að breyta verkefnisáætlun til samræmis við framsetta tillögu um „Hackathon Suðurlands“. Einn umsjónaraðila ásamt SASS verður Magdalena Falter, sem nýverið fékk styrk úr sjóðnum “Atvinnuskapandi nemendaverkefni” hjá SASS og er doktorsnemi við Háskóla Íslands á sviði byggðaþróunar. Verkefnið verður hluti af hennar doktorsverkefni en jafnframt sem áhersluverkefni á vegum SASS.

7. Samstarfs safna – ábyrgðarsöfn (C.14)

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um styrkveitingu til SASS vegna verkefnisins, sem er hluti af aðgerð C.14. Byggðaáætlun.

8. Náttúruvernd og efling byggða (C.9)

Til kynningar samningur við Náttúrustofu Suðausturlands, sem er hluti af aðgerð C.9. í Byggðaáætlun. Haldinn hefur verið einn fundur sameiginlegs fagráðs verkefna sem unnið er að á Suðurlandi og Austurlandi. Vinnan er í fullum gangi verður verkefninu lokið síðla árs 2020.

9. Útgönguspá fjárhags Sóknaráætlunar Suðurlands 2019

Lögð fram til kynningar.

10. Samningur um Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024

Lagður fram til kynningar.

11. Skipting framlaga til sóknaráætlansvæða samkvæmt nýjum samningi

Upplýsingar lagðar fram til kynningar.

12. Drög að fjárhagsáætlun Sóknaráætlunar Suðurlands 2020

Lögð fram til kynningar.

13. Greinargerð um sóknaráætlanir landshluta 2018

Lögð fram til kynningar.

14. Fundargerðir stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál

Til kynningar fundargerðir 53., 54., 55. og 56 fundar.

Fundi slitið kl. 15:11.