fbpx

haldinn að Austurvegi 56 Selfossi föstudaginn 16. ágúst 2013, kl. 12.00

Mætt:  Gunnar Þorgeirsson, Haukur Guðni Kristjánsson,  Aðalsteinn Sveinsson (varamaður Helga Haraldssonar), Ari Thorarensen (varamaður  Söndru Hafþórsdóttur), Jóhannes Gissurarson, Unnur Þormóðsdóttir, Reynir Arnarson (í síma), Gunnlaugur Grettisson (í síma), Sigríður Lára Ásbergsdóttir, Þorvarður Hjaltason framkvæmdastjóri og Þórður F. Sigurðsson ráðgjafi sem ritaði fundargerð.

Gestur fundarins:  Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri.

Fundargerð var færð í tölvu.

Dagskrá

 1. Sóknaráætlun Suðurlands.
a. Samningur um styrk til Fræðslunets Suðurlands
b. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 5. júní 2013, varðandi greiðslur sjóðsins á þessu ári vegna vinnu við sóknaráætlanir landshluta.
Framkvæmdastjóri skýrði frá óvissu varðandi yfirstjórn byggðamála, þ.m.t sóknaráætlana. Eins og staðan er núna virðast byggðamál heyra undir þrjú ráðuneyti sem er ótækt fyrirkomulag.

 2. Samkomulag SASS og Háskólafélags Suðurlands um verkefnið Efling menntunar, rannsókna og nýsköpunar á Suðurlandi, dags. 8. ágúst 2013.
Samtals mun 6,5 milljónum króna verða varið til uppbyggingar á aðstöðu í Vík og á Kirkjubæjarklaustri og 1,5 milljónum króna til úttektar á möguleikum frekara samstarfs Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.

 3. Atvinnustefna aðildarsveitarfélaga.
a. Erindi SASS til aðildarsveitarfélaganna, dags. 11. júní 2013.
b. Bréf frá Hveragerðisbæ, dags. 19. júlí 2013.
c. Bréf frá Bláskógabyggð, dags. 1. júlí 2013.
Auk þess hafa fengist jákvæð viðbrögð frá Rangárþingi eystra, Sveitarfélaginu Hornafirði og Flóahreppi. Vinna við verkefnið hefst í næstu viku.

 4. Almenningssamgöngur.
a. Samningur við Skeiða- og Gnúpverjahrepp, dags. 2. júlí 2013.
b. Bréf frá Málflutningsstofu Reykjavíkur, dags. 2. júlí 2013, þar sem krafist er upplýsinga um greiðslur vegna hópferða.
Lögmanni SASS falið að svara erindinu.
c. Yfirlit um rekstur almenningssamgangna frá janúar til júlí.
Samkvæmt yfirlitinu er afkoman jákvæð á tímabilinu.
d. Yfirlit um farþegafjölda 2013.
Samkvæmt yfirlitinu ferðuðust 100 þúsund farþegar með almenningsvögnunum fyrstu 7 mánuði ársins.
e. Niðurstaða Héraðsdóms Suðurlands í kærumáli Bíla og fólks ehf. gegn SASS. http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E201300002&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=
Niðurstaðan var sú að Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, voru sýknuð af kröfum aðalstefnanda, Bíla og fólks ehf. Gagnstefndi, Bílar og fólk ehf., var sýknað af kröfum gagnstefnanda, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.
Málskostnaður var felldur niður.

f. Opið bréf Björns Jóns Bragasonar til stjórnar SASS sem birtist í Dagskránni 15. ágúst.
http://www.dfs.is/adsendar-greinar/4476-opie-bref-til-stjornar-samtaka-sunnlenskra-sveitarfelaga

Formanni og framkvæmdastjóra falið að svara bréfinu.

 5. Bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 6. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir athugasemdum við drög að breytingum á skipulagslögum. http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2449
Framkvæmdastjóra falið að senda umsögn til ráðuneytisins að höfðu samráði við lögfræðisvið sambandsins.

 6. Yfirlit yfir rekstur SASS fyrstu sex mánaða ársins.
Reksturinn er innan ramma fjárhagsáætlunar.

 7. Tillaga að endurskoðuðum samþykktum.
Jón G. Valgeirsson og Gunnar formaður gerðu grein fyrir tillögunni. Tillagan samþykkt með lítilsháttar breytingum og verður send aðildarsveitarfélögum til umsagnar og athugasemda. Hún verður síðan tekin til afgreiðslu á aðalfundi SASS í október nk.

 8. Nýting skrifstofuhúsnæðis SASS.
Málið rætt en ljóst er að starfsemi Skólaskrifstofu Suðurlands leggst niður um næstu áramót og því losnar rými sem æskilegt er að nýta.
9. Erindi til velferðarráðuneytis vegna hjúkrunarrýma á Suðurlandi.
Erindið var sent ráðuneytinu í apríl sl. sem var ítrekað nú í ágúst. Ekki hafa enn borist svör ráðuneytisins.

10. Fundargerðir samtaka sveitarfélaga.
a. Sambands íslenskra sveitarfélaga
b. Landshlutasamtaka
Til kynningar.

Fundi slitið kl. 14:30