fbpx

haldinn að Austurvegi 56, Selfossi   föstudaginn 9. mars 2012, kl. 12.00

Mætt:  Elfa Dögg Þórðardóttir, Aðalsteinn Sveinsson, Guðfinna Þorvaldsdóttir, Elín Einarsdóttir (í síma), Unnur Þormóðsdóttir,Gunnlaugur Grettisson, Reynir Arnarson  og Þorvarður Hjaltason sem ritaði fundargerð.

Gestir fundarins: Óskar Sigurðsson hrl. vegna  2. dagskrárliðar og Magnús J. Magnússon  og Dorothee Lubecki vegna 13. dagskrárliðar.

Dagskrá:

 1. Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 22. febrúar sl.

Fundargerðin staðfest.

 2. Almenningssamgöngur.

a.   Úrskurður kærunefndar útboðsmála, dags. 24. febrúar 2012, vegna kæru Bíla og fólks ehf. gegn Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Kröfum kæranda  var hafnað.  Óskar Sigurðsson gerði grein fyrir niðurstöðunni.

b.  Úrskurður  kærunefndar útboðsmála, dags. 5. mars 2012, vegna kæru Hópferðamiðstöðvarinnar ehf. gegn Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.

Kröfum kæranda var hafnað  en SASS  eigi að síður gert að greiða kæranda málskostnað að upphæð kr. 400.000. Óskar Sigurðsson gerði grein fyrir niðurstöðunni.

c.   Yfirlit yfir rekstur almenningssamgangna fyrstu tvo mánuði ársins.  Lagt fram.

Samþykkt að óska eftir viðræðum við Vegagerðina vegna viðbótaraksturs á milli Þorlákshafnar í tengslum við siglingar Herjólfs til Þorlákshafnar í samræmi við 4. grein samnings SASS og Vegagerðarinnar um almenningssamgöngur.

d.  Bréf frá SASS og Fjölbrautaskóla Suðurlands til mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 16. febrúar 2012, vegna samnýtingar almennings- og skólaaksturs.

Gerð var grein fyrir fundi sem  formaður og framkvæmdastjóri sátu ásamt fulltrúum framhaldsskóla og ráðuneytisins vegna málsins.

e.  Fundargerð frá fundi í innanríkisráðuneytinu, 23. febrúar 2012, um  almenningssamgöngur.

Gerð var grein fyrir fundi sem  formaður og framkvæmdastjóri sátu ásamt fulltrúum ráðuneytisins og Strætó bs um framkvæmd almenningssamgangna.

f. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 9. febrúar 2012, Hveragerðisbæ, dags. 16. febrúar 2012 og Bláskógabyggð, dags. 6. febrúar 2012, varðandi m.a. sölu farmiða og námsmannakorta

Stjórn SASS leggur áherslu á að sala farmiða fari fyrst og fremst í gegnum netið en sveitarfélögin hafi til sölu farmiða fyrir þá sem ekki geta notað netið í þessu skyni. Jafnframt telur stjórn SASS  að sveitarfélögin taki ákvörðun um námsmannafslátt til sinna íbúa enda beri viðkomandi sveitarfélag þann kostnað að svo stöddu.

g. Afrit af bréfi Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2012, til Leiðar ehf. varðandi samnýtingu ökutækja.

Til kynningar.

3. Bréf frá Sveitarfélaginu Árborg, dags. 17. febrúar 2012,  með bókun bæjarráðs um frágang 2+2 vegar um Sandskeið.

Til kynningar.

 4. Bréf frá Kirkjubæjarstofu, dags. 27. febrúar 2012, varðandi afgreiðslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins á styrkumsókn Kirkjubæjarstofu fyrir árið 2012.

Framkvæmdastjóra og menningarfulltrúa falið að kanna málið.

 5. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2012, varðandi framlög sjóðsins til landshlutasamtakanna vegna vinnu og útlagðs kostnaðar við sóknaráætlun landshluta.

Til kynningar.

 6. Sóknaráætlun landshluta

  1. Fréttatilkynning frá fundi forsætisráðherra með fulltrúum landshlutasamtaka 23. febrúar sl. ásamt minnisblaði ráðherranefndar um ríkisfjármál um 2. áfanga sóknaráætlana landshluta sem kynnt var á fundinum.
  2. Yfirlit yfir fjárfestingaráætlunarverkefni landshlutanna tengd sóknaráætlun.
  3. Fundur framkvæmdaráðs 8. mars.  Sagt var frá fundinum.

 7. Umsagnarbeiðnir frá Alþingi

a.  Tillaga til þingsályktunar um 12. ára samgönguáætlun

http://www.althingi.is/altext/140/s/0534.html

b.  Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0533.html

Eftirfarandi umsögn samþykkt:

,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga gera eftirfarandi athugasemdir við þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2011 – 2022 og frumvarp til laga um fjögurra ára samgönguáætlun 2011 – 2014.

Í fyrsta lagi er ljóst að fjármagn til samgöngumála er of lítið skv. tillögunum.  Þrátt fyrir að  að erfiðleikar séu í ríkisbúskapnum er mikilvægt að treysta innviði samfélagsins til framtíðar og uppbygging góðs samgöngukerfis er þar mikilvægur þáttur.  Þá hefur ekki verið staðið við þær fyrirætlanir stjórnvalda að efna til stórframkvæmda til að koma hjólum atvinnulífs af stað.  Samtökin skora á Alþingi að taka umfang samgönguáætlunar til endurskoðunar og auka verulega  við það fjármagn sem ætlað er til samgöngumála á komandi  árum.

Í öðru lagi lýsa samtökin yfir mikilli óánægju með tillögur sem varða breikkun Suðurlandsvegar.  Samkvæmt tillögunum verður framkvæmdum við fyrirhugaða breikkun ekki lokið á næstu tólf árum því ekki er gert ráð fyrir töföldun vegarins á milli Rauðavatns og Lögbergsbrekku þrátt fyrir að meðalumferð á sólarhring  á þeim vegarkafla sé nú um 10.000 bílar og slysatíðni veruleg.  Þá hefur verið horfið frá fyrri áformum um tvöföldun vegarins á milli Selfoss og Hveragerðis en þar hafa umferðarslys verið í tíð á undanförnum árum.  Fyrir liggur að framkvæmdir við Suðurlandsveg eru með arðsömustu samgönguframkvæmdun  og nægir að minna á að með breikkun vegarins og aðgreiningu akstursstefna  er talið að   fækka megi  slysunm og óhöppum um 50%,  en á undanförnum árum hefur kostnaður vegna tjóna sem sem orðið hafa í umferðinni á þessari leið numið um 1 milljarði króna árlega að  mati tryggingafélaga.  Samtökin telja því  í hæsta máta óeðlilegt  að ekki sé staðið við þau fyrirheit sem gefin voru í síðustu fjögurra ára áætlun um breikkun Suðurlandsvegar og ýmsar aðrar framkvæmdir í öðrum landshlutum teknar fram fyrir.  Tillögur þar um  standast ekki skoðun hvort sem litið er til umferðarþunga eða umferðaröryggis.

Í þriðja lagi leggja samtökin til að framkvæmdum við brú yfir Hornafjarðarfljót verði flýtt ásamt tilheyrandi vegarlagningu en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrr en árið 2018.  Brúin er nánast ónýt og stórhættuleg auk þess sem framkvæmdir munu stytta hringveginn um 11 km og eru því verulega arðsamar.

Í fjórða lagi leggja  Samtökin mikla áherslu á að farið verði hraðar í fækkun einbreiðra brúa á þjóðvegi 1 en gert er ráð fyrir en um helmingur þeirra er í V- og A-Skaftafellssýslum eða um 20 talsins.  Um mikið umferðaröryggismál er að ræða  og í samræmi við það markmið áætlunarinnar að styrkja meginflutningaleiðir auk þess sem slíkar framkvæmdir kalla á um 60% meira vinnuafl en venjulegar vegaframkvæmdir.  Verulegt átak á næstu fjórum árum gæti því skapað fjölmörg störf fyrir byggingariðnað sem nú á við mikinn vanda að stríða.  Samtökin leggja því til að áætluninni verði breytt  í  grundvallaratriðum að þessu leyti.

Í fimmta og síðasta lagi telja samtökin ekki gengið nægilega langt í að styrkja tengi- og héraðsvegi.   Mikil umferðaraukning hefur orðið á þessum vegum og þeir gegna mun stærra hlutverki nú en áður vegna breyttra atvinnuhátta og sívaxandi  ferðamannastraums.”

c.   Tillaga  til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014, 343. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0419.html

Tillaga til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011–2022,  342. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0418.html

Eftirfarandi umsögn samþykkt:

,,Samtök sunnlenskra sveitarfélaga  leggja  áherslu á  að allir landsmenn hafi aðgang að háhraða gagnaflutningskerfi. Því leggja samtökin til að í fjarskiptaáætlun verði skýr ákvæði um að þeim fyrirtækjum sem starfa á þessum markaði verði gert skylt að tryggja fullnægjandi gæði á þeim svæðum þar sem þau bjóða þjónustu sína.  Sjái þau sér það ekki fært láti  Fjarskiptastofnun fara fram  útboð á þessum svæðum.   Þá leggja samtökin á sama hátt áherslu á að farsímasamband verði tryggt um allt land og þeim fyrirtækjum sem starfa á þeim markaði verði skylt að tryggja slíkt samband.“

e. Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra),   50 mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0050.html

Lagt fram.

f.  Tillaga til þingsályktunar um faglega úttekt á réttargeðdeildinni á Sogni.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0376.html

Lagt fram.

g.  Tillaga til þingsályktunar um samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (reglur um fjárhagslega aðstoð við Ísland, IPA), 373. mál.

http://www.althingi.is/altext/140/s/0449.html

Lögð fram.

h.  Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis), 258. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/0270.html

Stjórn SASS leggst gegn samþykkt frumvarpsins vegna mikils kostnaðar sem fylgir samþykkt þess.  Stjórnin bendir á að aðrar leiðir eru  fyrir hendi  í núgildandi  sveitarstjórnarlögum sem tryggja áhrif íbúa á stjórn sveitarfélaganna, s.s. með íbúa- og hverfisráðum, borgarafundum, íbúakosningum  og skoðanakönnunum.

 8. Ráðstöfun fjármuna Menningarsamtaka Suðurlands

Samþykkt að leggja til að fjármunir renni til menningarráðs Suðurlands.

  9. Húsnæðismál á Austurvegi 56

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir hugmyndum að breyttu skipulagi innanhúss.  Kostnaðaráætlun verður lögð fram á næsta fundi.

10. Ársreikningur 2011

Til kynningar.

 11. Verkefnið ,,ÞJÓÐLEIKUR” 

Magnús J. Magnússon kynnti verkefnið.  Samþykkt að kynna verkefnið sérstaklega á ársþingi SASS  í haust.

12. Sameining SASS og AÞS

Formaður  gerði grein fyrir vinnu sameiginlegrar nefndar SASS og AÞS um sameininguna.  Málið rætt.

13. Fundargerðir o.fl.  frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Til kynningar.

 14. Fundargerðir frá landshlutasamtökunum

Til kynningar.

Fundi slitið kl. 14.20