fbpx

4. fundur verkefnastjórnar Sóknaráætlunar – 2019 
Fjölheimum Selfossi, 25. nóvember, kl. 13:00 

Boðuð á fund: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Runólfur Sigursveinsson, Elís Jónsson, Arna Ósk Harðardóttir og Sveinn Sæland.
Mætt á fund: Arna Ír Gunnarsdóttir formaður verkefnisstjórnar, Runólfur Sigursveinsson, Elís Jónsson, Arna Ósk Harðardóttir og Sveinn Sæland. Einnig sátu fundinn Bjarni Guðmundsson framkvæmdarstjóri SASS og Þórður Freyr Sigurðsson sviðsstjóri Þróunarsviðs sem jafnframt ritaði fundargerð.
Arna Ír Gunnarsdóttir setti fund og stjórnaði. Leitaði hún eftir athugasemdum við fundarboð en engar komu fram.

1. Kynning á nýsamþykktri Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024

Stefnan lögð fram til kynningar. Þórður Freyr Sigurðsson fór yfir ferlið við mótun nýrrar sóknaráætlunar. Unnið var að stefnumótuninni með aðstoð ráðgjafa frá Capacent. Á bilinu 4-500 manns tóku þátt í vinnunni, á íbúafundum, á fundi samráðsvettvangs, á vegum ráðgjafa, stjórnar SASS, starfsmanna og á ársþingi SASS. Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024 var birt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust tvær athugasemdir. Áætlunin var í framhaldi lögð fyrir ársþing SASS 25. – 26 okt. sl. og þar samþykkt. Skrifað var undir nýja samninga um sóknaráætlanir landshluta 12. nóvember s.l. Liggur nú fyrir samþykkt Sóknaráætlun Suðurlands 2020 til 2024.

2. Síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu 2019

Verkefnastjórn fjallaði um tillögur fagráða vegna síðari úthlutunar Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu 2019. Heildarfjöldi umsókna var 156. Umsóknir um menningarstyrki voru 89 og 66 á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar. Aldrei hafa jafn margar umsóknir borist að hausti. Telur heildarfjöldi umsókna á árinu 2019, samtals úr þessu tveimur umsóknarferlum, 263 umsóknir. Er það næst mesti fjöldi umsókna Uppbyggingarsjóðs Suðurlands frá upphafi.

Verkefnastjórn samþykkir að veita samtals um 37 mkr. til styrkveitinga úr síðari úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands á árinu 2019. Samþykkt að veita 20.696.000, kr. til 56 menningarverkefna og 15.900.000, kr. til 23 nýsköpunarverkefna, samtals að upphæð 36.696.000, kr. Nánar er gerð grein fyrir styrktum verkefnum í viðauka.

3. Áhersluverkefni í tengslum við nýja sóknaráætlun

Þórður Freyr Sigurðsson upplýsti að vinna er hafin á meðal ráðgjafa um mótun áhersluverkefna nýrrar sóknaráætlunar. Til umræðu fyrirkomulag við val á áhersluverkefnum nýrrar sóknaráætlunar. Ákveðið að fresta frekari umræðum til næsta fundar sem haldinn verður í desember..

Fundi slitið kl. 16:45.

Samþykktar styrkveitingar:

Styrkir til Atvinnuþróunar og nýsköpunar :

   

Afurðir úr héraði á borð ferðamanna

Sláturfélagið Búi svf.

2.500.000

Baðhús Eyrarbakka

1765 ehf.

2.000.000

Athugun á möguleikum til fiskeldis á lan

Hallgrímur Steinsson

1.000.000

Endurvinnsla með vermicompost aðferð 2

Sigurjón Vídalín Guðmundsson

1.000.000

Markaðssókn Midbiks

Midbik ehf.

900.000

Vatnajökull svifferja

Vala ferðaþjónusta ehf.

900.000

Matvinnsla

Á Ártanga ehf.

750.000

verðmætaaukning í íslensku grænmeti

Erna Hödd Pálmadóttir

750.000

Bergið Klifið.

Seabirds and Cliff Adventures Tours ehf.

500.000

Hjólaslóðagerð hjá Iceland Bike Farm

Guðmundur Fannar Markússon

500.000

Markaðssókn True Adventure ehf. 2020

True Adventure ehf.

500.000

Markaðssókn Zipline Iceland 2020

Giljagleði ehf.

500.000

Mosey – hreinsivörur II

MOSEY ehf.

500.000

Pysjur í ferðaþjónustu

Þekkingarsetur Vestmannaeyja ses

500.000

Sjálfsafgreiðsla netinu – Do it yourself

Vilhelmína Sigríður Smáradóttir

500.000

Álfar, tröll, huldufólk og þjóðtrú

Guðrún Bjarnadóttir

400.000

Íslenski bærinn; sóknarfæri

Hannes Rúnar O Lárusson

400.000

Ylfaría lífrænar húðvörur

Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir

400.000

aukning fyrirframbókaðra ferða

Smári Stefánsson

300.000

Gallerí á hjólum

Ágústa Ragnarsdóttir

300.000

Skool Beans

Holly Louise Keyser

300.000

Ullarhringurinn (ens. The Woollencircle)

Ullarhringurinn (ens. The Woollencircle)

300.000

Heima Gerður Markaðssók

Gerður Dýrfjörð

200.000

Styrkir til Menningar:

   

Skipsstrandasafnið Hafnleysa

Vala Hauksdóttir

700.000

Þjóðsagnavefur – Suðurland

Kirkjubæjarstofa

700.000

Þorpið í bakgarðinum

Hin íslenska frásagnarakademía ehf.

700.000

Lífið í skóginum (vinnuheiti)

Listasafn Árnesinga

600.000

Barnabækur og bakkabíó

Drífa Pálín Geirsdóttir

500.000

BRIM kvikmyndahátíð

Guðmundur Ármann Pétursson

500.000

Hver vill hugga krílið?

Guðmundur Óli Gunnarsson

500.000

Skaftfellskar konur, ævi og störf

Kirkjubæjarstofa

500.000

Sögur og samfélags tengsl

Teresa Maria Rivarola

500.000

Tónlist í kirkjum

Rut Ingólfsdóttir

500.000

Viðburðaröð í Hellunum við Hellu

Hellarnir við Hellu ehf.

500.000

Í andartakinu (vinnutitill)

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

450.000

Norðurljósablús 2020 tónlistarhátíð

Blús- og rokkklúbbur Hornafjarðar

450.000

Saga ullarframleiðslu í Vík í Mýrdal

Beata Monika Rutkowska

450.000

Tónleikaraðir á Hendur í höfn

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

450.000

Tilfinningar í litum

Sjöfn Þórarinsdóttir

420.000

Brennslugjörningar og flökkusýning

Steinunn Aldís Helgadóttir

400.000

Höskuldur Björnsson

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

400.000

Konur og klukkustrengir

Kvenfélagið Eining

400.000

Kylja menningarhús og vinnustofa

Alda Rose Cartwright

400.000

Leikrit byggt á þjóðsögum Jóns Árnasonar

Leikfélag Hveragerðis

400.000

Lína Langsokkur

Leikfélag Vestmannaeyja

400.000

Stórkostleikar Grimmsbræðra

Guðný Lára Gunnarsdóttir

400.000

Um ástina / Sungið fyrir börnin / Jól

Karlakór Hreppamanna

400.000

Uppsetning á leikriti í febrúar 2020

Ungmennafélag Biskupstungna

400.000

70 ára afmæli – Tónahátíð í Félagslundi

Flóahreppur

350.000

Að vefa erfðaefni-fiskroð (fyrsti hluti)

Hanna Dís Whitehead

350.000

Archives – efniskennd jökla

Erna Elínbjörg Skúladóttir

350.000

Iðunn og Gulleplin – íslenska konan

Rakel Ýr Stefánsdóttir

350.000

Jól á Flúðum

Guðmundur Karl Eiríksson

350.000

Jól við hafið

Lúðrasveit Þorlákshafnar

350.000

Kötlumót 2020 – karlakóramót Suðurlands

Karlakórinn Jökull

350.000

Listhönnun- sýningaröð

Lista og menningarfélag Vestmannaeyja

350.000

Oddgeir og Fúsi

Stórsveit Íslands

350.000

Söngstarf Tvennra tíma 2019-2010

Söngsveitin Tvennir tímar, félagasamtök

350.000

Gola/ Breeze

Lind Völundardóttir

300.000

Hver er Rangæingurinn

Héraðsskjalasafn Árnesinga

300.000

Jólatónar Triolas Vocal Group

Stefán Örn Viðarsson

300.000

Salsa veisla í Eldheimum

Kristín Jóhannsdóttir

300.000

Samhljómur við sjónarrönd

Lúðrasveit Vestmannaeyja

300.000

Stelpur í skapandi tónlist

Sigurður Páll Árnason

276.000

100 ára afmælishátíð Kvenfélagsins í Vík

Kvenfélag Hvammshrepps

250.000

Fimm kóra mót á Selfossi

Félag eldri borgara Selfossi

250.000

Jólin koma.. Jóladagskrá Byggðasafns Árn

Byggðasafn Árnesinga

250.000

Langspilsvaka 2019

Eyjólfur Eyjólfsson

250.000

mmm-kvöld á aðventu

Hveragerðisbær

250.000

Stórsveit Suðurlands

Jóhann Ingvi Stefánsson

250.000

Vetrargleði Midgard Base Camp

Midgard Base Camp ehf.

250.000

Þollóween 2019

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

250.000

100 ára saga varðskipsins Þór

Kári Bjarnason

200.000

Eflandi leiklist á ströndinni

Magnús Jóhannes Magnússon

200.000

Eyjamenn á Ólympíuleikum 1936  

Hörður Baldvinsson

200.000

Hagyrðingakvöld

Harmonikufélag Hornafjarðar

200.000

Lífsverk Ámunda Jónssonar

Guðrún Arndís Tryggvadóttir

200.000

Rithöfundakvöld MMH

Menningarmiðstöð Hornafjarðar

200.000

Saga og súpa

Hörður Baldvinsson

200.000