fbpx

373. stjórnarfundur SASS
haldinn að Austurvegi 56, Selfossi,
föstudaginn 6. febrúar 2004, kl. 14.00

Mætt: Gunnar Þorgeirsson, Ragnheiður Hergeirsdóttir, Sigurður Bjarnason, Þorvaldur Guðmundson, Yngvi Karl Jónsson, Ágúst Ingi Ólafsson, Sveinn Pálsson, Torfi Áskelsson, Sigurbjartur Pálsson, Guðrún Erlingsdóttir, Elliði Vignisson, Sveinn Pálsson og Þorvarður Hjaltason, framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.

Gestur fundarins: Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands.

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Dagskrá:

Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Suðurlands frá 10. desember sl. og 21. janúar sl.

Til kynningar.

Bréf frá Heilbrigðisnefnd Suðurlands, dags. 30. janúar 2004, varðandi tilhögun heilbrigðiseftirlits í Vestmannaeyjum, ásamt afriti af bréfi nefndarinnar til Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, dags. 30. janúar 2004, varðandi sama mál.

Elsa Ingjaldsdóttir fór yfir málið og svaraði fyrirspurnum. Fram kom að Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins hefur sagt upp starfsmönnum sínum í Vestmannaeyjum en þeir hafa einnig séð um heilbrigðiseftirlit í Vestmannaeyjum samkvæmt samningi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Heilbrigðiseftirlitið hyggst auglýsa eftir starfsmanni í stað þeirra.

Stjórn SASS leggur áherslu á að við hugsanlegar breytingar á starfsmannahaldi HES verði tryggt að eitt stöðugildi verði áfram í Vestmannaeyjum.

Fundargerðir stjórnar Skólaskrifstofu Suðurlands frá 3. desember sl. og 28. janúar sl.

Fundargerðirnar lagðar fram.

Fundargerð samgöngunefndar SASS frá 19. janúar sl. Minnisblað frá fundi með vegamálstjóra 13. janúar sl.

Fundargerðin staðfest.

Fundargerð nefndar um eflingu háskólanáms frá 9. janúar sl.

Fundargerðin staðfest.

Fundargerð menningarmálanefndar SASS frá 13. janúar sl.

Fundargerðin staðfest.

Minnisblað frá fundi með heilbrigðisráðherra 14. janúar sl.

Stjórnin samþykkir að skipa starfshóp til að gera úttekt á heilbrigðismálum á Suðurlandi. Skipað verður í starfshópinn á næsta fundi.

Ársreikningar SASS, HES og Skólaskrifstofu fyrir 2003.

Lagðir fram til kynningar.

Samræming fasteignagjalda sbr. umfjöllun á aðalfundi SASS 14. og 15. nóvember sl.

Samþykkt að safna saman upplýsingum um afslætti á fasteignasköttum til elli- og örorkulífeyrisþega hjá aðildarsveitarfélögunum.

Bréf frá Frændkórnum, dags. 17. desember 2003, þar sem óskað er styrks.

Erindinu hafnað þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum af þessu tagi af hálfu SASS.

Kostnaður vegna minka- og refaveiða.

a. Bréf fra Rangárþingi ytra, dags. 12. desember 2003.

b. Bréf frá Grímsnes- og Grafningshreppi, dags. 18. desember 2003.

Stjórn SASS tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í erindum sveitarfélaganna og telur með öllu óviðunandi að ríkið taki einhliða ákvörðun um breytt kostnaðarhlutföll í samstarfsverkefni þess og sveitarfélaganna. Stjórnin hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga til að taka þetta mál upp í viðræðum við ríkið til að ná fram nauðsynlegri leiðréttingu og ekki síður til að knýja á um að ríkið vandi vinnubrögð sín í samskiptum við sveitarfélögin. Stjórn SASS bendir jafnframt á að skynsamlegast sé að þetta verkefni verði í framtíðinni á höndum ríkisins.

Bréf frá nefnd um sameiningu sveitarfélaga, dags. 22. janúar 2004, þar sem óskað er samstarfs um vinnslu tillagna um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi.

Stjórn SASS lýsir sig reiðubúna til samstarfs við nefndina varðandi upplýsingagjöf og undirbúning vegna sameiningartillagna en mun ekki leggja fram tillögur um einstaka sameiningarkosti.

Erindi frá Alþingi þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin þingmál:

a. Frumvarp til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisns, 307.

mál, uppsögn: www.althingi.is/altext/130/s/0352.html <http://www.althingi.is/altext/130/s/0352.html>.

Lagt fram.

c. Tillaga til þingsályktunar um ferðasjóð íþróttafélaga, 135. mál: www.althingi.is/altext/130/s/0135.html <http://www.althingi.is/altext/130/s/0135.html>.

Stjórnin mælir eindregið með samþykkt þingályktunartillögunnar.

d. Frumvörp til laga um íslenska táknmálið, 374. mál, og breytingu á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins, 375. mál: www.althingi.is/altext/130/s/0499.html <http://www.althingi.is/altext/130/s/0499.html>

og www.althingi.is/altext/130/s/0500.html <http://www.althingi.is/altext/130/s/0500.html>

Lögð fram.

Efni til kynningar:

a. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 12. desember og 16. janúar sl.

b. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 11. desember, 15. janúar og 28.j anúar sl.

Sigurður lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Aukaaðalfundur SASS, haldinn í Þorlákshöfn 27. nóvember 2002 samþykkir að breyta því fyrirkomulagi sem verið hefur um sameiginlegan framkvæmdastjóra fyrir SASS og Sorpstöð Suðurlands. Niðurstaða fundarins var sú að sá tími sem eftir er til ársloka 2003 sé nægjanlegur fyrir bæði Sorpstöðina og SASS að ákveða með hvaða hætti rekstur stofnananna verði best tryggður. Bæjarstjórn Ölfuss krefst svara frá stjórn SASS hvers vegna stjórnin vinni ekki eftir samþykktum aðalfundar.“

Samþykkt að taka saman skýrslu um samstarf SASS og Sorpstöðvarinnar sem liggi fyrir á næsta stjórnarfundi.

c. Fundargerð stjórnar Fræðslunets Suðurlands frá 2. febrúar sl.

d. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

e. Efni frá landshlutasamtökunum.

a. Fundargerðir stjórnar Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands frá 12. desember og 16. janúar sl.

b. Fundargerðir stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands frá 11. desember, 15. janúar og 28.j anúar sl.

Sigurður lagði fram eftirfarandi bókun:

,,Aukaaðalfundur SASS, haldinn í Þorlákshöfn 27. nóvember 2002 samþykkir að breyta því fyrirkomulagi sem verið hefur um sameiginlegan framkvæmdastjóra fyrir SASS og Sorpstöð Suðurlands. Niðurstaða fundarins var sú að sá tími sem eftir er til ársloka 2003 sé nægjanlegur fyrir bæði Sorpstöðina og SASS að ákveða með hvaða hætti rekstur stofnananna verði best tryggður. Bæjarstjórn Ölfuss krefst svara frá stjórn SASS hvers vegna stjórnin vinni ekki eftir samþykktum aðalfundar.“

Samþykkt að taka saman skýrslu um samstarf SASS og Sorpstöðvarinnar sem liggi fyrir á næsta stjórnarfundi.

c. Fundargerð stjórnar Fræðslunets Suðurlands frá 2. febrúar sl.

d. Efni frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

e. Efni frá landshlutasamtökunum.

Önnur mál.

a. Guðrún Erlingsdóttir lagði fram tillögu og greinargerð sem Vestmannaeyjabær hefur samþykkt um að Vaktstöð siglinga verði staðsett í Vestmannaeyjum.

Stjórnin tekur undir tillögu Vestmannaeyjabæjar og telur við hæfi að þessi starfsemi sé staðsett í einum stærsta útgerðarbæ landsins þar sem mikil þekking og reynsla er fyrir hendi á þessu sviði. Slík ákvörðun væri einnig í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um flutning opinberra starfa út á land.

Gunnar Þorgeirsson sat hjá.

Fundi slitið kl. 16.30

Þorvaldur Guðmundsson Gunnar Þorgeirsson

Ágúst Ingi Ólafsson Torfi Áskelsson

Yngvi Karl Jónsson Sveinn Pálsson

Sigurður Bjarnason Ragnheiður Hergeirsdóttir

Sigurbjartur Pálsson Elliði Vignisson

Guðrún Erlingsdóttir Þorvarður Hjaltason